Reiknivél fyrir neysluviðmið
Athugið neysluviðmiðin voru síðast uppfærð í október 2019
Neysluviðmið voru fyrst birt árið 2011 og hafa síðan þá verið uppfærð átta sinnum, síðast árið 2019. Líkt og rakið er í lýsingu á neysluviðmiðum (sjá „uppfærslur og endurskoðun opinberra neysluviðmiða“) er nú unnið að heildarendurskoðun á allri umgjörð neysluviðmiða. Viðmiðin hafa því ekki verið uppfærð.
Í reiknivélinni hér að neðan er hægt að reikna út tvenns konar neysluviðmið fyrir íslensk heimili. Eftir að notandi hefur sett inn upplýsingar um fjölskyldustærð og búsetu reiknar vélin viðmiðunarútgjöld m.v. árið 2019. Einnig geta notendur fært inn raunkostnað fyrir einstaka útgjaldaliði og þannig nýtt reiknivélina til að smíða útgjaldaáætlun fyrir eigið heimili.
Neysluviðmið
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.