William Henry Harrison
Útlit
William Henry Harrison (9. febrúar 1773 – 4. apríl 1841) var níundi forseti Bandaríkjanna og þjónaði því embætti frá 4. mars 1841 til 4. apríl 1841. Þegar Harrison tók við embætti, 68 ára að aldri, var hann elsti maðurinn sem hafði tekið við embætti forseta og stóð það met í 140 ár eða þangað til Ronald Reagan varð forseti, 69 ára að aldri. Harrison lést eftir einungis 31 dag í embætti og er það stysta tímabil sem nokkur forseti hefur þjónað í sögu Bandaríkjanna. Hann varð einnig fyrsti forsetinn til að deyja í embætti.
Fyrirrennari: Martin Van Buren |
|
Eftirmaður: John Tyler |
Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.