iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Víkingaöld
Víkingaöld - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Víkingaöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Langskip. Framfarir í skipasmíði voru ein helsta forsenda útrásar víkinga.

Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Tímabilið einkenndist af mikilli útrás sæfara frá Norðurlöndum sem bæði stunduðu verslun og strandhögg (ránsferðir) og síðar landnám í mismiklum mæli. Upphaf víkingaaldar er miðað við fyrstu skjalfestu árás víkinga á England, árásinni á Lindisfarne árið 793, og henni lauk með ósigri Haraldar harðráða Noregskonungs á Englandi 1066.

Víkingar frá því svæði sem síðar varð Danmörk herjuðu mest á strendur Englands, Fríslands og Frakklands, en þeir sem komu frá því svæði er síðar varð Noregur sigldu mest til Skotlands, Orkneyja, Írlands, Færeyja, Íslands og Grænlands. Sænskir víkingar fóru mest í Austurveg, allt suður til Býsans.

Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið:

Á fyrri hluta þessa tímabils skiptust Norðurlönd í litlar stjórnsýslueiningar undir stjórn höfðingja eða smákonunga. Um 1000 fara að myndast stærri yfirráðasvæði eða ríki sem síðar festu sig í sessi.

Víkingaöldin er hluti af miðöldum í Evrópu, en á Norðurlöndum teljast miðaldir hefjast við lok víkingaaldar.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.