Shigeru Ishiba
Shigeru Ishiba | |
---|---|
石破 茂 | |
Forsætisráðherra Japans | |
Núverandi | |
Tók við embætti 1. október 2024 | |
Þjóðhöfðingi | Naruhito |
Forveri | Fumio Kishida |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 4. febrúar 1957 Chiyoda, Tókýó, Japan |
Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn |
Maki | Yoshiko Ishiba (g. 1983) |
Börn | 2 |
Háskóli | Keio-háskóli |
Undirskrift |
Shigeru Ishiba (f. 4. febrúar 1957) er japanskur stjórnmálamaður sem er núverandi forsætisráðherra Japans og forseti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Hann var kjörinn leiðtogi flokksins þann 30. september árið 2024.[1]
Ishiba hefur setið á japanska þinginu frá árinu 1986 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta, meðal annars embætti varnarmálaráðherra. Hann hafði boðið sig fjórum sinnum fram til embættis forseta Frjálslynda lýðræðisflokksins áður en hann varð loks fyrir valinu árið 2024. Ishiba bauð sig fram í fimmta sinn eftir að Fumio Kishida forsætisráðherra sagði af sér í ágúst það ár og hafði betur gegn hinni íhaldssömu Sanae Takaichi í seinni umferð leiðtogakjörsins.[2]
Miðað við Takaichi þykir Ishiba frjálslyndur í skoðunum. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að konur ættu að geta orðið Japanskeisarar.[2] Ishiba tilkynnti að hann myndi rjúfa þing og boða til kosninga um leið og hann tæki við embætti forsætisráðherra.[3] Í kosningunum, sem fóru fram innan við mánuði frá því að Ishiba tók við embætti, hlaut Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn sína verstu útreið frá árinu 2009 og missti meirihluta sinn á þingi.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hugrún Hannesdóttir Diego (27. september 2024). „Shigeru Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japan“. RÚV. Sótt 1. október 2024.
- ↑ 2,0 2,1 Atli Ísleifsson (30. september 2024). „Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans“. Vísir. Sótt 1. október 2024.
- ↑ Atli Ísleifsson (30. september 2024). „Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við“. Vísir. Sótt 1. október 2024.
- ↑ Ragnar Jón Hrólfsson (28. október 2024). „Mikil óvissa eftir þingkosningar í Japan“. RÚV. Sótt 28. október 2024.
Fyrirrennari: Fumio Kishida |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |