iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Salvador_Allende
Salvador Allende - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Salvador Allende

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Salvador Allende
Forseti Chile
Í embætti
3. nóvember 1970 – 11. september 1973
ForveriEduardo Frei Montalva
EftirmaðurAugusto Pinochet
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. júní 1908
Santíagó, Chile
Látinn11. september 1973 (65 ára) Santíagó, Chile
ÞjóðerniChileskur
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn
MakiHortensia Bussi ​(g. 1940)
Börn3
HáskóliHáskólinn í Chile
AtvinnaLæknir, stjórnmálamaður
Undirskrift

Salvador Allende (fæddur 26. júní 1908, látinn 11. september 1973) var forseti Chile frá nóvember 1970 þar til honum var steypt af stóli og talið er að hann hafi framið sjálfsmorð 11. september 1973. Augusto Pinochet var falið einræðisvald yfir landinu eftir að Allende lést í byltingunni. Allende var Marxisti og félagi í Chíleska Sósíalistaflokknum alla sinn ferill.

Forsetatíð

[breyta | breyta frumkóða]

Allende þjóðnýtti ýmis konar iðnað í Chile sem og hinar auðugu koparnámur landsins en bætti lífskjör efnaminni fólks. Efnaminni íbúar Chile urðu þess vegna mjög ánægðir með störf hans og hann naut hylli vinstri manna víða um heim. Bandaríkjamenn voru hins vegar ekki ánægðir með þessa þróunn þar sem að mikið af  koparnámum í Chile á þessum tíma voru í eigu bandarískra fyrirtækja, Bandaríkjamenn höfðu einnig áhyggjur af uppgangi kommúnisma í heimshlutanum.

Bandaríkjamenn voru því ekki sáttir við að hafa Salvador Allende á forsetastól og ákváðu fljótlega að koma honum frá völdum með einum eða öðrum hætti. CIA bjó til tvær áætlanir í þessu skyni. Önnur leiðin fól í sér að fá chíleska þingið til að kjósa annan frambjóðanda þrátt fyrir að Allende hafi unnið kosningarnar og múta fjölmiðlum til þess að fá þá til að skrifa illa um hann og áætlanir hans. CIA eyddi miklu fjármagni í það að prenta bæklinga og plaköt sem sýndu fram á hversu slæmur forseti Allende yrði til þess að þrýsta á sitjandi forseta, Eduardo Frei, til að neyta að segja af sér í þeirri von að lögreglan og herinni í landinu myndu hlýða honum en ekki Allende. Frei neitaði að taka þátt í því og því þurfti CIA að byrja að skipuleggja valdarán.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Salvador Allende | president of Chile“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 27. apríl 2021.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.