iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Piet_Hein
Piet Hein - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Piet Hein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Piet Hein

Piet Hein (16. desember 1905 - 17. apríl 1996) var danskt skáld, uppfinningamaður og stærfræðingur. Hein notaði leyninafnið Kumbel (sem er forndanskt orð sem merkir "legsteinn").

Ljóð Heins, sem hann kallaði Gruk, eru heimsfræg. Flest þeirra eru skrifuð á dönsku en mörg hafa verið þýdd á önnur tungumál. Gruk eru stutt sposk ljóð, oft ásamt teikningum, sem sameina gleði og sorg, myrkur og ljós. Samanlagt urðu þau milli 7- og 9.000. Eitt það fyrsta og þekktasta er:

Lille kat, lille kat
lille kat på vejen.
Hvis er du, hvis er du?
Jeg er sgu min egen
.

Hein er einnig þekktur fyrir flatarmálsmyndir, m.a. súperellipsuna. Hann skapaði einnig súpereggið, sem sjá má hjá Egeskov-kastala á Fjóni.

Sem stærðfræðingur hafði Hein mikinn áhuga á spilum. Hann bjó m.a. til spilið Hex árið 1942, upphaflega kallað Polygon.

Hein gaf út yfir 60 bækur, Hér eru nokkrar þeirra fyrstu:

  • Gruk: 1. Samling. Kbh, 1940
  • Gruk: 2. Samling. Kbh. 1941
  • 77 Gruk. Kbh. 1941.
  • Den tiende Muse. Kbh. 1941.
  • Vers i Verdensrummet. Kbh. 1941.
  • Kumbels Almanak 1942. Kbh. 1941.
  • Gruk. 3. Samling. Kbh. 1942