iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Pampas
Pampas - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Pampas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Suður-Ameríku sem sýnir pamaps í suðaustur hluta að Atlantshafinu.
Séð yfir Pampas landslag.
hestar á beit á sléttu á Pampas

Pampas (orðið er komið úr Quechua-máli og þýðir slétta) eru frjósamar lágsléttur eða gresjur í Suður-Ameríku sem ná yfir meira en 750.000 km². Þær eru í Argentínu, í héruðunum kringum Buenos Aires, La Pampa, Santa Fe, Entre Ríos og Córdoba, og ná einnig yfir stærstan hluta Úrúgvæ og syðsta fylki Brasilíu, Rio Grande do Sul. Þetta eru gríðarstórar náttúrlegar sléttur og það er aðeins í Ventana og Tandil nálægt Blanca og Tandil í Argentínu sem landið fer að hækka og nær annars vegar 1300 m og hins vegar 500 m. Milt loftslag er á Pampas og ársúrkoman um 1200 mm. Hún dreifist nokkur jafnt yfir árið og eru slétturnar því kjörnar til akuryrkju. Um slétturnar rennur Paraná-fljótið. Sérstakt náttúru- og dýralíf er á sléttunum.

Landslag og gróðurgerð sem einkennir grassléttur eins og Pampas svæðið er kallað gresja í Norður-Ameríku, steppa í Rússlandi, savanni í Afríku og veldt í Suður-Afríku.