iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Olivia_Rodrigo
Olivia Rodrigo - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Olivia Rodrigo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Olivia Rodrigo
Rodrigo árið 2021
Fædd
Olivia Isabel Rodrigo

20. febrúar 2003 (2003-02-20) (21 árs)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • leikari
Ár virk2015–í dag
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
  • píanó
Útgefandi
Vefsíðaoliviarodrigo.com
Undirskrift

Olivia Isabel Rodrigo (f. 20. febrúar 2003) er bandarísk söngkona og leikkona. Hún varð fyrst fræg fyrir að leika í Disney þáttunum Bizaardvark og High School Musical: The Musical: The Series.

Eftir að hafa skrifað undir hjá Geffen Records, gaf Rodrigo út fyrstu smáskífuna sína, „Drivers License“, sem setti ýmis met og varð eitt af vinsælustu lögum ársins 2021. Eftir á gaf hún út smáskífurnar „Deja Vu“ og „Good 4 U“ ásamt sinni fyrstu breiðskífu, Sour (2021). Platan hlaut lof gagnrýnenda og veitti henni mörg verðlaun, þar með talið þrjú Grammy-verðlaun.

Önnur platan hennar, Guts, kom út árið 2023 og var studd af smáskífunum „Vampire“, „Bad Idea Right?“, og „Get Him Back!“, sem komust á topp vinsældalista í nokkrum löndum. Önnur verðlaun sem hún hefur hlotið eru meðal annars American Music-verðlaun, Billboard Music-verðlaun, og MTV Video Music-verðlaun. Time nefndi hana skemmtikraft ársins 2021 og Billboard nefndi hana konu ársins árið 2022.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sour (2021)
  • Guts (2023)
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.