iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Nikolai_Frederik_Severin_Grundtvig
Nikolai Frederik Severin Grundtvig - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Nikolai Frederik Severin Grundtvig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
N.F.S. Grundtvig

Nikolaj Frederik Severin Grundtvig (8. september 17832. september 1872), oftast nefndur N. F. S. Grundtvig, var danskur kennari, rithöfundur, skáld, heimspekingur, sagnfræðingur, prestur og stjórnmálamaður. Hann var einn áhrifamesti maður í danskri sögu og hugmyndir hans ollu þjóðernisvakningu í Danmörku á síðasta helmingi 19. aldar. Hann giftist þrisvar sinnum, síðast 66 ára.

Grundtvig nam við Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist 1803. Hann var mikilvirkt sálmaskáld og ritaði sálmasafn fyrir dönsku kirkjuna. Hann skrifaði nokkrar bækur um sögu heimsins. Grundtvig þýddi Bjólfkviðu yfir á dönsku. Lýðháskólahreyfingin á Norðurlöndum byggir á hugmyndum Grundtvigs.

Grundtvig er ásamt H.C. Andersen og Søren Kierkegaard talinn með fremstu rithöfundum Dana.

  Þessi Danmerkurgrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.