Napólí
Útlit
Napólí er borg í héraðinu Kampaníu á Suður-Ítalíu. Napólí er þriðja stærsta borg landsins með rúmlega 900 þúsund íbúa (2022),[1] en á stórborgarsvæðinu búa rúmlega 3 milljónir. Borgin er um 2.500 ára gömul og er ein af elstu borgum heims með samfellda byggð. Heitið Napólí er dregið af grísku heiti borgarinnar Νεάπολις Neápolis „Nýjaborg“.[2]
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Città Metropolitane per densità di popolazione“. Tuttitalia.it (ítalska). Afrit af uppruna á 10. febrúar 2023. Sótt 10. febrúar 2023.
- ↑ „Sorrento e la sua penisola tra italici, etruschi e greci nel contesto della Campania antica“ (PDF). 05 2015. bls. 278–279. Sótt 15. ágúst 2021.