iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Metri
Metri - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Metri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Metri er grunneining SI-kerfisins fyrir fjarlægð, táknuð með m. Er skilgreindur út frá ljóshraða og sekúndunni, þ.e. einn metri er sú vegalengd, sem ljósið fer á 1/299.792.458 hluta úr sekúndu. Þessi skilgreining var ákveðin á sautjándu alþjóðaráðstefnunni um mælieiningar árið 1983. Áður hafði metrinn verið skilgreindur á nokkra mismunandi vegu. Orðið metri er komið úr grísku, metron (μετρον) í gegnum frönsku, mètre, sem þýðir mál eða mæling.

Upphaf metrans má rekja til 18 aldar. Þá var orðið ljóst að nauðsynlegt var að skilgreina mælieiningu fyrir lengd á einhvern fastan og óumbreytanlegan hátt. Tvær stefnur voru uppi: Önnur vildi skilgreina metrann sem lengd þess pendúls sem hefði hálfan sveiflutíma jafnan einni sekúndu. Hin var sú að mæla vegalengdina frá norðurskautimiðbaug með allri þeirri nákvæmni sem til væri og skilgreina metrann sem einn tíumilljónasta hluta þeirrar vegalengdar. Frakkar tóku þá ákvörðun að byggja á síðarnefndu skilgreiningunni og notuðu lengdarbauginn í gegnum París til viðmiðunar. Þeir bjuggu til stöng úr platínu og iridíni í hlutföllunum 90% og 10% og mörkuðu á hana tvær línur með eins metra millibili. Þessi stöng er enn geymd í París.

Fljótlega kom í ljós, að í mælingunum var skekkja. Þá var ákveðið að breyta ekki metranum, heldur finna honum nýja skilgreiningu. Árið 1960 var ákveðið að einn metri skyldi miðast við 1.650.763,73 bylgjulengdir appelsínugulu litrófslínunnar í litrófi krypton-86 atómsins í tómarúmi. Þessi skilgreining gilti svo til ársins 1983, þegar núverandi skilgreining var samþykkt.

Metrinn er hin alþjóðlega lengdareining í vísindum, en mikið vantar upp á að hann sé hin almenna viðmiðun í daglegu lífi þjóða, nema helst í Frakklandi, Þýskalandi og á Norðurlöndum. Aðrar lengdareiningar eru enn mikið notaðar, t.d. tommur, fet, jardar, mílur og sjómílur.


SI margfeldi: metri (m)
Undirmargfeldi Margfeldi
Gildi Tákn Nafn Gildi Tákn Nafn
10–1 m dm desimetri 101 m dam dekametri
10–2 m cm sentimetri 102 m hm hektómetri
10–3 m mm millimetri 103 m km kílómetri
10–6 m μm míkrómetri 106 m Mm megametri
10–9 m nm nanómetri 109 m Gm gigametri
10–12 m pm píkómetri 1012 m Tm terametri
10–15 m fm femtómetri 1015 m Pm petametri
10–18 m am attómetri 1018 m Em exametri
10–21 m zm zeptómetri 1021 m Zm zettametri
10–24 m ym yoktómetri 1024 m Ym yottametri
Almenn greining eru feitletruð.

[1]

  1. http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1160-2011