iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Le_Mont_Saint_Michel
Le Mont Saint Michel - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Le Mont Saint Michel

Hnit: 48°38′8″N 1°30′40″V / 48.63556°N 1.51111°V / 48.63556; -1.51111
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

48°38′8″N 1°30′40″V / 48.63556°N 1.51111°V / 48.63556; -1.51111

Normannskir fánar blakta við virkisvegginn á Le Mont Saint Michel.
Mont Saint Michel í Normandí.

Mont Saint Michel (Mont Saint Miché á normönnsku, Mont Saint-Michel á frönsku) er lítil klettótt örfiriseyja í Normandí sem hýsir þorp og fræga klausturkirkju. Normannar byggðu Mont Saint Michel úr steini frá Chausey og Caen í Normandí. Undir flestum byggingum leynast lög af fornum kirkjum sem byggðar voru frá 10. öld til 16. aldar og oft hver ofan á aðra, þannig að saga hennar og kristninnar er æði löng. Arkítektúrinn er blanda af rómönskum og gotneskum stíl Normanna i gegnum aldirnar. Á spíru aðalkirkjunnar trónir gullstytta af Míkael erkiengli, sem er verndardýrlingur Normanna, en hún er alls 155 metra yfir sjávarmáli. Styttan var hönnuð af listamanninum Emmanuel Frémie.