iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Kaba
Kaba - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Kaba

Hnit: 21°25′21.08″N 39°49′34.25″A / 21.4225222°N 39.8261806°A / 21.4225222; 39.8261806
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

21°25′21.08″N 39°49′34.25″A / 21.4225222°N 39.8261806°A / 21.4225222; 39.8261806

Kaaba

Kaba (arabíska: الكعبة al-Ka‘abah eða الكعبة المشرًّفة al-Ka‘aba al-Musharrafah, einnig kölluð البيت العتيق al-Bait ul-‘Atīq eða البيت الحرام al-Bait ul-Ḥarām), er ferhyrnd bygging í miðju þeirrar mosku í Mekka sem nefnd er Masǧid al-Ḥarām, eða Stóra moskan. Moskan var byggð í kringum Kaba, og er Kaba álitin heilagasti staður í íslam.

Kaba er stór steinbygging, sem er nokkurn veginn í laginu eins og teningur, en nafnið kaba kemur úr arbabísku og þýðir kubbur. Byggingin er gerð úr graníti úr fjöllunum í umhverfi Mekka. Hún er um það bil 15 metra há, 10 metra breið og 12 metra löng. Byggingin er þakin svörtu silkiefni skreyttu með gullútsaumuðum áletrunum. Þetta klæði er kallað Kiswah og er endurnýjað árlega.

Einn af undirstöðusteinum Kaba er Ḥaǧar ul-Aswad (hinn „Heilagi svarti steinn“) sem múslimar álíta að hafi verið gjöf frá Guði til Adams eftir að hann kom til jarðar. Mikil helgi var á steininum þegar fyrir tíma Múhameðs.

Múslimum ber að snúa sér að Kaba þegar þeir biðjast fyrir.