Jökulgarður
Útlit
Jökulgarður er garður eða hryggur myndaður af jökulurð eða jökulruðningi sem jökull ber fram. Við enda virks jökuls getur efnið borist fram og myndað jökulgarð sem kallast endagarður ("terminal moraine" á ensku). En efnið getur líka sest að við hliðar skriðjökuls sem jaðarurð ("lateral moraine" á ensku).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík (Mál og menning) 2004