iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Hollensku_Austur-Indíur
Hollensku Austur-Indíur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Hollensku Austur-Indíur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
„Dýrasta djásn Hollands“: Hollensku Austur-Indíur á mynd frá 1916

Hollensku Austur-Indíur voru hollensk nýlenda sem varð til þegar Hollenska Austur-Indíafélagið var þjóðnýtt af Batavíska lýðveldinu um aldamótin 1800. Árið 1945 varð þessi nýlenda nútímaríkið Indónesía. Nýlendan stækkaði á 19. öld og náði mestu umfangi í upphafi 20. aldar. Nýlendan var sú verðmætasta í Hollenska heimsveldinu vegna útflutnings á kryddi (múskati, negul og kanil) og landbúnaðarafurðum eins og hrísgrjónum, sykri, kaffi, kakó, hrágúmmíi og sagógrjónum.

Hollensku Austur-Indíur liðu undir lok í Síðari heimsstyrjöld þegar Japan lagði landsvæðið undir sig. Með hernámi Japana var hollensku nýlendustjórninni velt úr sessi. Þegar Japanir gáfust upp 1945 lýstu leiðtogar þjóðernissinna yfir sjálfstæði Indónesíu og þegar Hollendingar sneru aftur og lögðu stærstan hluta landsins aftur undir sig með hervaldi hófst skæruhernaður gegn þeim. Að lokum neyddust Hollendingar til að viðurkenna sjálfstæði Indónesíu og leggja nýlenduna formlega niður árið 1949.