iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Hermann_Müller
Hermann Müller - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Hermann Müller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hermann Müller
Kanslari Þýskalands
Í embætti
27. mars 1920 – 21. júní 1920
ForsetiFriedrich Ebert
ForveriGustav Bauer
EftirmaðurConstantin Fehrenbach
Í embætti
28. júní 1928 – 27. mars 1930
ForsetiPaul von Hindenburg
ForveriWilhelm Marx
EftirmaðurHeinrich Brüning
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. maí 1876
Mannheim, Þýskalandi
Látinn20. mars 1931 (54 ára) Berlín, Þýskalandi
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiFrieda Tockus (1902–1905)
Gottliebe Jaeger (1909–)
Börn1
StarfBlaðamaður, stjórnmálamaður

Hermann Müller (18. maí 1876 – 20. mars 1931[1]) var þýskur stjórnmálamaður úr Jafnaðarmannaflokknum sem var utanríkisráðherra (1919-1920) og tvisvar kanslari Þýskalands (1920, 1928–1930) á tíma Weimar-lýðveldisins. Sem utanríkisráðherra var hann einn af þeim sem skrifuðu undir Versalasamninginn fyrir hönd Þjóðverja árið 1919.

Hermann Müller vann snemma á ferli sínum sem blaðamaður hjá tímaritinu Görlintzer Zeitung en gekk árið 1906 í miðstjórn þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD). Árið 1914 var hann sendur til Frakklands til þess að ræða við franska vinstriflokkinn Section française de l'Internationale ouvrière og reyna með þeim að koma í veg fyrir fyrri heimsstyrjöldina.

Kanslaratíðir

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir nóvemberbyltinguna árið 1918 var Müller skipaður utanríkisráðherra Þýskalands í ríkisstjórn Gustavs Bauer og skrifaði sem slíkur undir Versalasamninginn fyrir hönd Þýskalands ásamt Bauer. Müller tók í stuttan tíma við sem kanslari eftir að Bauer sagði af sér í kjölfar Kappuppreisnarinnar en gegndi embættinu aðeins þar til Jafnaðarmannaflokkurinn tapaði kosningum í júní árið 1920. Jafnaðarmenn voru enn stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar en höfðu tapað verulegu fylgi og Müller var ekki fáanlegur til að fara í stjórnarmyndunarviðræður við næststærstu flokkana.

Müller varð aftur kanslari árið 1928 eftir sigur Jafnaðarmanna í kosningum. Seinni ríkisstjórn Müllers samdi um Young-áætlunina við bandamenn og fékk því framgengt með henni að stríðsskaðabæturnar sem Þjóðverjum bar að greiða voru lækkaðar um tuttugu prósent. Müller tókst ekki að bæta úr stöðu Þýskalands þegar kreppan mikla skall á árið 1929. Paul von Hindenburg forseti neitaði að skrifa undir neyðartilskipanir fyrir Müller og því sagði Müller af sér þann 27. mars árið 1930.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Vogt, Martin (1997), "Müller (-Franken), Hermann", Neue Deutsche Biographie (NDB) (á þýsku), 18, Berlin: Duncker & Humblot, bls. 410–414; (textinn í heild sinni á netinu)
  2. „Biografie Hermann Müller(-Franken) (á þýsku)“. Bayerische Nationalbibliothek. Sótt 30. ágúst 2018.


Fyrirrennari:
Gustav Bauer
Kanslari Þýskalands
(27. mars 192021. júní 1920)
Eftirmaður:
Constantin Fehrenbach
Fyrirrennari:
Wilhelm Marx
Kanslari Þýskalands
(28. júní 192827. mars 1930)
Eftirmaður:
Heinrich Brüning