iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Heiladingull
Heiladingull - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Heiladingull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heiladingull

Heiladingull eða dingull er innkirtill sem gengur niður úr undirstúku heilans. Hann er á stærð við baun og um hálft gramm að þyngd. Hann er í raun samsettur úr tveimur kirtlum, taugadinglinum og kirtildinglinum sem heita svo því annar þeirra er úr taugavef en hinn úr kirtilvef. Í taugadinglinum verður til vasópressín (ADH) sem er þvagtemprandi hormón og oxítósín sem örvar fæðingarhríðir. Í kirtildinglinum verða til barkstýrihormón, stýrihormón skjaldkirtils, prólaktín, eggbússtýrihormón, gulbússtýrihormón og vaxtarhormón.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.