iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Harbin
Harbin - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Harbin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd frá Harbin borg í Heilongjiang héraði í Kína.
Frá Harbin borg. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Harbin um 10 milljónir manna.
Staðsetning Harbin borgar í Heilongjiang héraði í Kína.
Staðsetning Harbin borgar í Heilongjiang héraði í Kína.
Mynd af „Drekaturni“ Harbin sem er 336 metra hár sjónvarpsturn ríkissjónvarpsins í Heilongjiang (HLJTV).
„Drekaturn“ Harbin er 336 m. hár sjónvarpsturn ríkissjónvarpsins í Heilongjiang.

Harbin (kínverska: 哈尔滨; rómönskun: Hā'ěrbīn), er höfuðborg og fjölmennasta borg Heilongjiang héraðs í norðausturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð Norðaustur-Kína. Borgin er í suðurhluta héraðsins og situr við suðurbakka Songhua fljóts. Loftslagið er svalt, með köldum fjögurra til fimm mánaða vetrum sem geta farið niður í allt að −40 °C. Þá verður Harbin að hrífandi „ísborg“ með risastórum ísskúlptúrum. Íbúðafjölgun þessarar risaborgar hefur verið gríðarleg síðustu áratugi. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Harbin um 10 milljónir manna.

Staðsetning

[breyta | breyta frumkóða]
Gervihnattarmynd sem sýnir Harbin borg við Songhua fljót.
Gervihnattarmynd: Harbin borg við Songhua fljót.

Harbin er í suðurhluta Heilongjiang héraðs við suðausturjaðar Songnen-sléttunnar sem myndar stóran hluta Norðaustur hásléttu Kína (Mansjúríusléttunnar). Hún situr við suðurbakka Sungari (Songhua) fljóts, í bylgjóttu landslagi nema við fljótsbakkana sem hætt er við flóðum á lágum svæðum.

Borgin nær yfir 53.068 ferkílómetra landsvæði. Hún liggur að borgunum Mudanjiang og Qitaihe í austri; Yichun og Jiamusi í norðri; Suihua og Daqing í vestri; og Changchun höfuðborg Jilin héraðs í suðri.

Vegna landfræðilegrar legu sinnar var Harbin borg, á fyrri hluta 20. aldar, tenging rússneskra herja við Kína og Austurlönd fjær.

Nafngiftin Harbin er upphaflega úr Mansjú-tungu og þýðir „staður til að þurrka fiskinet“. Harbin óx úr lítilli dreifbýlisbyggð, sjávarþorpsins Alejin, við Songhua fljót og varð að einni stærstu borg Norðaustur-Kína.

Hún á upphaf sitt að rekja til þess er Rússar lögðu kínversku járnbrautirnar í gegnum mansjúríu í lok 19. og í byrjun 20. aldar. Borgin sem var stofnuð árið 1898, dafnaði með yfirgnæfandi meirihluta rússneskra innflytjenda. Hún fékk um tíma viðurnefnið „Austur-Moskva“.

Borgin varð byggingarmiðstöð járnbrautarinnar, sem árið 1904 tengdist Trans-Síberíu járnbrautinni, austur af Baikal vatni í Síberíu, við rússnesku hafnarborgina Vladivostok við Japanshaf. Harbin borg varð síðan bækistöð fyrir hernaðaraðgerðir Rússa í Mansjúríu í stríði Rússlands-Japan (1904–05). Eftir stríðið varð borgin tímabundið undir sameiginlegri stjórn Kínverja og Japana. Hún varð griðastaður flóttamanna frá Rússlandi eftir byltinguna 1917 og hafði um tíma fjölmennasta borg rússneskra íbúa utan Sovétríkjanna.

Á þeim tíma japanska leppríkisins Mandsjúkó (1932–45), varð Harbin að undirhéraði Binjiang héraðs. Hún varð vettvangur hinnar alræmdu rannsóknarstofu fyrir líffræðihernað Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Sovéskar hersveitir hertóku Harbin árið 1945 og ári síðar tóku hersveitir kínverskra kommúnista við henni og stýrðu þaðan landvinningum í Norðaustur-Kína.

Mikil fjölgun íbúa Harbin hefur haldist í hendur við uppbyggingu borginnar sem einnar megin iðnaðarstöðvar Norðaustur-Kína.

Mynd af háhraðalest við eina af lestarstöðvum Harbin.
Háhraðalest við eina af lestarstöðvum Harbin.

Jarðvegur við í Harbin, hin næringarríka „svarta mold“, gerir borgina og nágrenni að einu besta landbúnaðarsvæði Kína til ræktunar matvæla og vefiðnaðar. Fyrir vikið er í Harbin mikil framleiðsla hrávörukorns og þar er kjörinn staður fyrir landbúnaðarfyrirtæki.

Á landbúnaðarsvæðum nálægt Harbin er ræktun hveitis, sojabauna, sykurrófa, maís og hör. Í borginni er mikil matvælavinnsla á borð við sojabaunavinnsla, sykurhreinsistöðvar (sykurrófur) og mjölvinnslu. Það eru líka tóbaksverksmiðjur, leðuriðna og sápugerð.

Eftir árið 1950 þróuðust atvinnugreinar á borð við framleiðslu á vélbúnaðar, námuvinnslu- og málmbúnaðar, landbúnaðartækja, plasti og rafstöðva.

Harbin hefur einnig ýmsan léttan iðnað, lyfjagerð, málmvinnslu, framleiðslu flugvéla og bifreiða, rafeindatækja, lækningavara og byggingarefna.

Orkuframleiðsla er aðalatvinnugrein Harbin borgar. Þar er þriðjungur heildarafkastagetu Kína í orkuframleiðslu. Borgin er einnig miðstöð fyrir Daqing olíusvæðanna í norðvestri.

Að auki er Harbin útskipunarhöfn fyrir landbúnaðar- og skógarafurðir sem sendar eru til annarra hluta Kína.

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Kort af legu Harbin borgar (dökkrautt) í Heilongjiang (ljósrautt) héraði í Kína.
Mynd frá Kitayskaya stræti í Harbin borg.
Kitayskaya stræti í Harbin borg.

Flestir íbúar Harbin eru Han-kínverjar (um 93 prósent). Meðal annarra þjóðarbrota eru Mansjú fólk (um 433.000), Kóreumenn (um 120.000), Hui (um 40.000), Mongólar og Rússar.

Íbúum Harbin hefur fjölgað gríðarlega frá miðri síðustu öld. Árið 1934 voru íbúar um hálf milljón; árið 1953 um 1.2 milljónir, 1982 um 2.5 milljónir, 1990 um 4.2 milljónir, og árið 2000 voru þeir orðnir um 9.4 milljónir.

Samkvæmt manntali Kína árið 2020 bjuggu í borgarkjarna Harbin 5.242.897 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var alls 10.009.854.

Menntun og vísindin

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd sem sýnir rússneskt yfirbragð meginbyggingar hins virta Tækniháskóla Harbin.
Rússneskt yfirbragð hins virta Tækniháskóla Harbin.

Í borginni eru fjölmargar háskólastofnanir, og rannsóknarstofnanir.

Þar á meðal hinn virti Tækniháskóli Harbin borgar, sem stofnaður var árið 1920, með stuðningi rússneskra innflytjenda er tengdust járnbrautum Austur Kína. Í dag er háskólinn mikilvægan rannsóknarháskóli með sérstakri áherslu á verkfræði. Hann telst einn lykilháskóla Kína.

Meðal annarra virtra háskóla má nefna Verkfræðiháskóla Harbin, Landbúnaðarháskóli Norðaustur-Kína og Skógræktarháskóli Norðaustur-Kína.

Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins hefur borgin þjónað sem mikilvægri hernaðarleg miðstöð, með háskólum sem aðallega einbeita sér að vísinda- og tækniþjónustu fyrir land- og flugher Kína. Sovéskir sérfræðingar gegndu á sínum tíma mikilvægu hlutverki í uppbyggingu þessara stofnana, en þegar líkur á stríði við Sovétríkin jukust á sjöunda áratug síðustu aldar, voru þó nokkrir framhaldsskólar fluttir suður til Changsha, Chongqing og annarra borga í suðurhluta Kína. Sumir þeirra voru síðan aftur fluttir aftur til Harbin.

Mynd sem sýnir Harbin pylsu, sem er dæmi um rússneskar og evrópskar rætur í matarhefð borgarinnar.
Harbin pylsur eru dæmi um rússneska og evrópska matarhefð Harbin.
Mynd sem sýnir snjóskúlptúra Harbin borgar.
Snjóskúlptúrar „ísborgarinnar“ Harbin.

Harbin er mikil menningarborg, sérstaklega á sviði tónlistar. Sinfóníuhljómsveit borgarinnar sem var stofnuð árið 1908 er elsta sinfóníuhljómsveit Kína. Þar var einnig fyrsti tónlistarskóli Kína stofnaður árið 1928. Árlega hefja þúsundir kínverskra ungmenna tónlistardrauma í borginni. Í borginni er haldin þekkt tónlistarhátíð á hverju sumri.

Harbin er þekkt víða um heim sem borg snjóskúlptúra. Á veturna breyttist Harbin í hrífandi ísborg þegar risastórar ísskúlptúrar í görðunum borgarinnar, sem gjarnan eru upplýstir litríkum ljósum. Árlega vetrarhátíð með ísskurðarsamkeppni og snjóskúlptúrum dregur marga gesti að.

Harbin skartar mörgum framandi byggingum. Vegna staðsetningar og sögu borgarinnar, er þar mikill fjöldi byggingar í rússneskum, barokk og býsantískum byggingarstíl.

Matarmenning Harbin samanstendur af evrópskum réttum og norður-kínverskum réttum sem einkennast af þungum sósum og djúpsteikingu. Rússneskar og evrópskrar rætur borgarinnar koma einnig fram í matarhefðinni. Dæmi um það er Harbin pylsan, en það er reykt bragðmikil rauð pylsa sem svipar til þýskra pylsa. Brauðgerð borgarinnar tekur einnig mið af rússneskri brauðgerð.

Mynd af Óperuhöllinni í Harbin borg.
Óperuhöllin í Harbin borg
Teikning sem sýnir járbrautarkerfi Norðaustur-Kína.
Járbrautarkerfi Norðaustur-Kína.

Harbin er svæðisbundin miðstöð land-, vatns- og flugsamgangna. Þétt net þjóðvega tengir Harbin við nálægar borgir og hraðbrautir teygja sig norðvestur til Daqing svæðisins og austur að Yaboli vetrarskíðamiðstöðinni.

Helstu járnbrautarlínur frá borginni liggja suður til Dalian í Liaoning héraði, suðaustur til Vladivostok og norðvestur til borgarinnar Chita í suður Síberíu.

Skipgengt er til Khabarovsk í Rússlandi á íslausum mánuðum.

Harbin Taiping alþjóðaflugvöllurinn, suðvestur af borginni, er ein stærsta flugaðstaða landsins.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]