iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Giorgio_Napolitano
Giorgio Napolitano - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Giorgio Napolitano

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giorgio Napolitano
Forseti Ítalíu
Í embætti
15. maí 2006 – 14. janúar 2015
ForsætisráðherraRomano Prodi
Silvio Berlusconi
Mario Monti
Enrico Letta
Matteo Renzi
ForveriCarlo Azeglio Ciampi
EftirmaðurSergio Mattarella
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. júní 1925(1925-06-29)
Napólí, Ítalíu
Látinn22. september 2023 (98 ára) Róm, Ítalíu
ÞjóðerniÍtalskur
StjórnmálaflokkurÍtalski kommúnistaflokkurinn (1945–1991)
Ítalski vinstri-lýðræðisflokkurinn (1991–1998)
Vinstri-demókratar (1998–2006)
Óflokksbundinn (2006-)
MakiClio Maria Bittoni (g. 1959)
Börn2
HáskóliUniversità degli Studi di Napoli Federico II
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Giorgio Napolitano (f. 29. júní 1925; d. 22. september 2023)[1] var ítalskur stjórnmálamaður sem var 11. forseti Ítalíu frá 2006 til 2015. Vegna áhrifastöðu hans í ítölskum stjórnmálum á forsetatíð hans kölluðu gagnrýnendur hans hann oft Re Giorgio eða „Georg konung“.[2]

Þótt ítalska forsetaembættið sé ópólitískt embætti sem á að standa vörð um stjórnarskrá Ítalíu var Napolitano lengi meðlimur í ítalska kommúnistaflokknum (og ókommúniskum jafnaðarflokkum sem tóku við eftir upplausn kommúnistaflokksins). Hann var lengi meðlimur í hægrisinnaðri væng flokksins sem hvatti til nútímavæðingar. Napolitano var fyrst kjörinn á ítalska fulltrúaþingið árið 1953 og var forseti þess frá 1992 til 1994. Hann var innanríkisráðherra Ítalíu frá 1996 til 1998 í stjórnartíð Romano Prodi.

Árið 2005 var Napolitano útnefndur öldungadeildarþingmaður til lífstíðar af forsetanum Carlo Azeglio Ciampi. Næsta ár var hann kjörinn forseti Ítalíu af ítalska þinginu. Á fyrra kjörtímabili sínu staðfesti Napolitano bæði miðvinstristjórn Prodi og miðhægristjórn Silvio Berlusconi. Í nóvember árið 2011 sagði Berlusconi af sér sem forsætisráðherra vegna fjármálavandræða. Napolitano bað í kjölfarið Mario Monti að mynda nýja ríkisstjórn sem gagnrýnendur kölluðu „forsetastjórnina“.[3]

Þegar sjö ára kjörtímabili hans lauk í apríl árið 2013 féllst Napolitano (sem þá var 87 ára) með semingi á að bjóða sig fram á ný til þess að standa vörð um ríkisstofnanir Ítalíu eftir pattstöðu sem kom upp á ítalska þinginu í kjölfar þingkosninga ársins 2013. Þetta var í fyrsta sinn sem forseti Ítalíu var endurkjörinn. Sem forseti leysti Napolitano úr stjórnarkreppunni með því að bjóða Enrico Letta að stofna til þjóðstjórnar. Eftir átta og hálft ár í embætti sagði Napolitano af sér, þá 89 ára gamall, í janúar árið 2015.[4]

Gagnrýnendur Napolitanos sökuðu hann oft um að hafa breytt táknrænu forsetaembætti Ítalíu í pólitískt embætti vegna þess hve oft hann valdi í reynd ríkisstjórnir og embættismenn þegar mjótt var á munum eftir kosningar.[5][6] Þegar Napolitano lést var hann eini lifandi fyrrverandi forseti landsins og langlífasti forseti í sögu Ítalíu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Profile of Giorgio Napolitano
  2. Donadio, Rachel (2. desember 2011). „From Ceremonial Figure to Italy's Quiet Power Broker“. The New York Times. Sótt 6. ágúst 2018.
  3. Il governo del presidente
  4. „Italian President Napolitano announces retirement“. BBC. 14. janúar 2015. Sótt 6. ágúst 2018.
  5. Grillo: «Napolitano monarca medievale». Montecitorio: ecco le «controconsultazioni»
  6. Napolitano, il monarca indispensabile


Fyrirrennari:
Carlo Azeglio Ciampi
Forseti Ítalíu
(15. maí 200614. janúar 2015)
Eftirmaður:
Sergio Mattarella