iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Ginnungagap
Ginnungagap - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Ginnungagap

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ginnungagap er samkvæmt heimsmynd norrænnar goðafræði hið mikla gap eða frumrýmið fyrir tilurð heimsins.

Norðurhluti Ginnungagaps fylltist af ís og hrími úr ám þeim er Élivogar kallast en suðurhlutinn hitnaði af eldi og neistum úr Múspellsheimi. Þar sem hrímið og neistarnir mættust í miðju Ginnungagapi varð til hrímþursinn Ýmir en líka kýrin Auðhumla. Óðinn og bræður hans Vilji og drápu Ými og smíðuðu jörðina í miðju Ginnungagapi.

Samkvæmt því sem segir í Snorra-Eddu er ein af þremur rótum Asks Yggdrasils „með hrímþursum, þar sem forðum var Ginnungagap.“

Orðsifjafræði heitisins er óviss, giskað hefur verið á að ginn- geti verið hér til áherslu — sbr. ginnkeyptur, eða gína eða jafnvel tengt upphaf, sbr. beginning.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.