iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Europe
Europe - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Europe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Europe leikur í Stokkhólmi árið 2016.

Europe er sænsk þungarokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1979 í bænum Upplands Väsby og hét þá Force. Stofnendur voru söngvarinn Joey Tempest (Rolf Magnus Joakim Larsson) og gítarleikarinn John Norum. Hljómsveitin sló í gegn um allan heim með laginu „The Final Countdown“ sem kom út á samnefndri hljómplötu árið 1986.

Árin 1992 til 2003 var hljómsveitin í dvala en síðan hefur hún verið virk og gefið út nokkrar plötur og spilað reglulega.

Europe spilaði á Íslandi árið 1987. Árið 2015 spilaði íslenska sveitin The Vintage Caravan sem upphitunarsveit fyrir Europe á Skandinavíutúr þeirra.

  • Joey Tempest - söngur og stöku kassagítar.
  • John Norum - gítar og bakraddir
  • John Levén - bassi og bakraddir
  • Mic Michaeli - hljómborð, píanó og bakraddir
  • Ian Haugland - trommur og ásláttarhljóðfæri

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Europe (1983)
  • Wings of Tomorrow (1984)
  • The Final Countdown (1986)
  • Out of This World (1988)
  • Prisoners in Paradise (1991)
  • Start from the Dark (2004)
  • Secret Society (2006)
  • Last Look at Eden (2009)
  • Bag of Bones (2012)
  • War of Kings (2015)
  • Walk the Earth (2017)
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.