iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: https://is.wikipedia.org/wiki/Alþjóðaþingmannasambandið
Alþjóðaþingmannasambandið - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Alþjóðaþingmannasambandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþjóðaþingmannasambandið
Union Interparlementaire
Inter-Parliamentary Union
Merki Alþjóðaþingmannasambandsins

Kort af aðildarríkjum Alþjóðaþingmannasambandsins.
SkammstöfunUIP (franska); IPU (enska)
EinkennisorðFor democracy. For everyone.
Stofnun1889; fyrir 135 árum (1889)
GerðÞingmannasamband
HöfuðstöðvarFáni Sviss Genf, Sviss
ForsetiGabriela Cuevas Barron
AðalritariMartin Chungong
LykilmennFrédéric Passy og Randal Cremer (stofnendur)
Vefsíðawww.ipu.org

Alþjóðaþingmannasambandið (e. Inter-Parliamentary Union; fr. Union Interparlementaire) er samband þinga sem stofnað var árið 1889 að undirlagi hins franska Frédérics Passy og hins breska Randals Cremer. Frá stofnun sinni hefur Alþjóðaþingmannasambandið verið einn helsti vettvangur alþjóðasamstarfs þingmanna og flest þjóðþing heims eiga aðild að því. Árið 2019 áttu 178 þjóðþing aðild að sambandinu og 12 svæðisbundin þingmannasamtök aukaaðild. Alþingi hefur verið aðili að Alþjóðaþingmannasambandinu frá árinu 1951.[1] Sambandið er elsti alþjóðlegi samstarfsvettvangur á sviði stjórnmála sem enn starfar.[2]

Lög sambandsins kveða á um að tilgangur þess sé að „vinna að friði og samstarfi meðal þjóða og treysta lýðræði og þjóðkjörin fulltrúaþing í sessi“. Stefnt er að þeim markmiðum með því að örva samstarf og skoðanaskipti milli þingmanna, standa vörð um mannréttindi og auka almenningsvitund um starfsemi þjóðþinga. Alþjóðaþingmannasambandið hefur haft áheyrnaraðild að Sameinuðu þjóðunum frá árinu 2002.[1]

Þingfundir Alþjóðaþingmannasambandsins eru haldnir tvisvar á ári en þess á milli stendur sambandið fyrir ýmsum ráðstefnum og öðrum fundum. Æðsta vald í innri málum sambandsins er í höndum ráðs sem skipað er þremur fulltrúum frá hverju aðildarríki. Sambandið kýs jafnframt 15 meðlimi sem skipa framkvæmdastjórn þess auk forseta og og formanni kvennanefndar sambandsins.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 „Alþjóða­þingmanna­sambandið“. Alþingi. Sótt 9. maí 2020.
  2. Geir H. Haarde (30. mars 1994). „Öflugt starf innan Alþjóðaþingmannasambandsins“. Morgunblaðið. Sótt 9. maí 2020.