25. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
25. nóvember er 329. dagur ársins (330. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 36 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1120 - Hvíta skipið sökk á Ermarsundi. Með því fórust ýmsir fyrirmenn, þar á meðal Vilhjálmur Adelin, einkasonur Hinriks 1. Englandskonungs. Aðeins einn maður bjargaðist.
- 1170 - Knútur lávarður var tekinn í helgra manna tölu.
- 1277 - Nikulás 3. (Giovanni Gaetano Orsini) varð páfi.
- 1314 - Auðunn rauði Þorbergsson var vígður Hólabiskup.
- 1478 - Kristján 1. Danakonungur gaf út fyrirmæli til Diðriks Pínings hirðstjóra og Magnúsar Eyjólfssonar Skálholtsbiskups um að skipta eignum Guðmundar Arasonar í þrjá hluti, milli konungs sjálfs, erfingja Björns Þorleifssonar og svo Solveigar dóttur Guðmundar og Bjarna manns hennar.
- 1491 - Umsátur hófst um Granada, síðustu borg Mára á Spáni.
- 1641 - Hollendingar lögðu undir sig Maranhão í Brasilíu.
- 1902 - Fyrsti vélbáturinn á Íslandi, Stanley, var sjósettur.
- 1937 - Sjómannadagsráð var stofnað á Íslandi.
- 1940 - Hafsvæðið milli Grænlands og Íslands var lýst hættusvæði af bresku herstjórninni á Íslandi. Þannig var fiskimiðum lokað fyrir sjómönnum til 21. janúar 1941.
- 1958 - Malí fékk heimastjórn.
- 1960 - Mirabal-systurnar í Dóminíska lýðveldinu voru myrtar af útsendurum einræðisherrans Rafael Leónidas Trujillo.
- 1961 - Sundlaug Vesturbæjar í Reykjavík var vígð.
- 1970 - Japanski rithöfundurinn Yukio Mishima framdi harakírí ásamt tveimur fylgismönnum eftir misheppnað valdarán.
- 1975 - Súrínam fékk sjálfstæði frá Hollandi.
- 1984 - Bob Geldof skipulagði Band Aid til að aðstoða fórnarlömb þurrka í Eþíópíu.
- 1984 - Julio María Sanguinetti var kjörinn forseti Úrúgvæ eftir 12 ára herforingjastjórn.
- 1986 - Íran-Kontrahneykslið: Bandaríski saksóknarinn Edward Meese sagði frá því að hagnaður af vopnasölu til Íran hefði verið notaður til að styrkja Kontraskæruliða í Níkaragva.
- 1988 - Áfengiskaupamálið: Forseti Hæstaréttar, Magnús Thoroddsen, sagði af sér.
- 1989 - Hellarannsóknafélag Íslands var stofnað í Reykjavík.
- 1992 - Sambandsþing Tékkóslóvakíu samþykkti skiptingu landsins í tvennt frá og með 1. janúar 1993.
- 1992 - Norska stórþingið sótti um aðild að Evrópusambandinu.
- 1993 - Messósópransöngkonan Teresa Berganza kom fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói.
- 1995 - Írar samþykktu að heimila skilnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1998 - Bandaríska teiknimyndin Pöddulíf var frumsýnd.
- 1999 - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að 25. nóvember skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi til minningar um Mirabal-systurnar.
- 2002 - George W. Bush undirritaði Homeland Security-lögin. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna var stofnað.
- 2008 - Grænland hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um aukna sjálfsstjórn landsins. Yfir 75% kjósenda greiddu atkvæði með aukinni sjálfsstjórn.
- 2012 - Fellibylurinn Bopha myndaðist í vestanverðu Kyrrahafi.
- 2014 - Hörð átök milli mótmælenda og lögreglu áttu sér stað í Ferguson (Missouri) vegna morðsins á Michael Brown.
- 2019 – Alþjóðaveðurfræðistofnunin gaf út að uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hefði náð nýjum hæðum og engin merki væru um að hægðist á henni.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1562 - Lope de Vega, spænskt leikskáld (d. 1635).
- 1577 - Piet Heyn, hollenskur sjóliðsforingi og sjóræningi (d. 1629).
- 1638 - Katrín Braganza, Englandsdrottning (d. 1705).
- 1835 - Andrew Carnegie, bandarískur iðnjöfur (d. 1919).
- 1844 - Karl Benz, þýskur verkfræðingur og bifreiðahönnuður (d. 1929).
- 1845 - Eça de Queirós, portúgalskur rithöfundur (d. 1900).
- 1881 - Jóhannes 23. páfi (d. 1963).
- 1881 - Jóhanna Egilsdóttir, íslenskur verkalýðsforingi (d. 1982).
- 1889 - Jón Sveinsson, fyrsti bæjarstjóri Akureyrar (d. 1957).
- 1900 - Rudolf Höss, þýskur fangabúðastjóri (d. 1947).
- 1915 - Augusto Pinochet, einræðisherra í Chile (d. 2006).
- 1923 - Mauno Koivisto, 9. forseti Finnlands (d. 2017).
- 1926 - Jón Skaftason, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2016).
- 1941 - Percy Sledge, bandarískur sálarsöngvari (d. 2015).
- 1944 - Ben Stein, bandarískur leikari.
- 1951 - Arturo Pérez-Reverte, spænskur rithöfundur
- 1957 - Páll Jóhann Pálsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1964 - Mukhriz Mahathir, malasískur stjórnmálamaður.
- 1965 - Þórey Sigþórsdóttir, íslensk leikkona.
- 1967 - Hannes Smárason, íslenskur athafnamaður.
- 1981 - Barbara og Jenna Bush, dætur George W. Bush forseta Bandaríkjanna.
- 1981 - Xabi Alonso, spænskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Marcus Hellner, sænskur skíðagöngugarpur.
- 1986 - Katie Cassidy, bandarísk leikkona.
- 1997 - Annalísa Hermannsdóttir, íslensk leikkona
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1034 - Melkólfur Kinaðsson, Skotakonungur (f. fyrir 954).
- 1120 - Vilhjálmur Adelin, sonur Hinriks 1. Englandskonungs, fórst með Hvíta skipinu (f. 1103).
- 1950 - Johannes V. Jensen, danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1873).
- 1956 - Samúel Thorsteinsson, íslensk-danskur læknir og fyrsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu (f. 1893).
- 1970 - Yukio Mishima, japanskur rithöfundur (f. 1925).
- 1974 - U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna (f. 1909).
- 1997 - Hastings Banda, forseti Malaví (f. 1906).
- 1998 - Nelson Goodman, bandarískur heimspekingur (f. 1906).
- 2005 - George Best, norðurírskur knattspyrnumaður (f. 1946).
- 2010 - Sigurður Sigurðarson, íslenskur vígslubiskup (f. 1944).
- 2016 - Fidel Castro, forseti Kúbu (f. 1926).
- 2020 – Diego Armando Maradona, argentískur knattspyrnumaður (f. 1960).