1527
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1527 (MDXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Útlendingum bannað að stunda útgerð frá Íslandi. Það bann er enn í gildi.
- Hrafni Brandssyni tókst að fá allar eignir dæmdar af Teiti Þorleifssyni í Glaumbæ með aðstoð Jóns Arasonar tengdaföður síns og hrekja Teit burt úr Skagafirði.
- Narfi Ívarsson ábóti í Helgafellsklaustri sagði af sér.
- Sigvarður Halldórsson varð ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
Fædd
Dáin
- Helgi Jónsson ábóti í Viðeyjarklaustri (líklega).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 6. maí - Hermenn Karls 5. keisara réðust inn í Rómaborg, rændu þar og rupluðu og felldu flesta lífverði Klemens VII páfa við tröppur Péturskirkjunnar.
- 16. maí - Medici-ættin var rekin frá völdum í Flórens í annað sinn.
- 17. júní - Gústaf Vasa innleiddi lútherska kirkjuskipan í ríki sínu og varð Svíþjóð því fyrsta landið til að taka upp mótmælendatrú sem ríkistrú. Eignir klaustranna voru gerðar upptækar og prestum skipað að prédika á sænsku.
- Spánverjar náðu yfirráðum í Gvatemala og réðust inn á Yucatánskaga.
- Spænski landkönnuðurinn Juan Gaetano kom til Hawaii, fyrstur Evrópubúa.
Fædd
- 14. apríl - Abraham Ortelius, flæmskur kortagerðarmaður og landfræðingur (d. 1598).
- 21. maí - Filippus 2. Spánarkonungur (d. 1598).
- 31. júlí - Maxímilían 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1576).
- Giuseppe Arcimboldo, ítalskur listmálari (d. 1593).
- Luis Ponce de León, spænskt ljóðskáld (d. 1591).
Dáin
- 21. júní - Niccolò Machiavelli, ítalskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1469).