13. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
13. júní er 164. dagur ársins (165. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 201 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1625 - Karl 1. gekk að eiga Henríettu Maríu, Frakklandsprinsessu.
- 1846 - Sölvi Helgason, íslenskur landshornaflakkari, var dæmdur til að þola 27 vandarhögg fyrir flakk og svik.
- 1864 - Hammersith og City-járnbrautin var opnuð í London.
- 1870 - Gránufélagið var stofnað á Akureyri.
- 1875 - Jón Sigurðsson ávarpaði skólapilta í Reykjavík og talaði um frelsið.
- 1920 - Póstþjónusta Bandaríkjanna setti reglu um það að ekki mætti senda börn í pinklum.
- 1922 - Gengisskráning íslenskrar krónu var tekin upp. Áður fylgdi hún dönsku krónunni.
- 1934 - Adolf Hitler og Mussolini hittust í fyrsta sinn á Ítalíu.
- 1938 - Samband ungra framsóknarmanna var stofnað á Laugarvatni.
- 1941 - Sigurður Jónsson forstjóri bauð ríkinu Bessastaði „til þess að vera bústaður æðsta valdsmanns íslenska ríkisins“ og var boðinu tekið þann 18. júní.
- 1971 - Alþingiskosningar voru haldnar: Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks féll eftir tólf ára samfellda setu. Framboðsflokkurinn (O-listinn) bauð fram í þremur kjördæmum.
- 1971 - New York Times hóf útgáfu Pentagonskjalanna.
- 1973 - Frjálsar fóstureyðingar voru heimilaðar í Danmörku.
- 1974 - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1974 hófst í Vestur-Þýskalandi.
- 1976 - Mikil óveður gengu yfir Iowa í Bandaríkjunum. Skýstrokkur eyddi bænum Jordan.
- 1980 - Ítalski bankamaðurinn Michele Sindona var handtekinn í New York vegna gjaldþrots Franklin National Bank.
- 1982 - Fahd varð konungur í Sádí-Arabíu við lát Khalids bróður síns.
- 1983 - Pioneer 10 varð fyrsti manngerði hluturinn sem fór út fyrir sporbauga helstu reikistjarna sólkerfisins þegar hann fór út fyrir sporbaug Neptúnusar.
- 1985 - Ný útvarpslög sem heimiluðu einkareknar sjónvarps- og útvarpsstöðvar á Íslandi voru samþykkt á Alþingi. Lögin tóku gildi í upphafi ársins 1986.
- 1989 - Flak þýska orrustuskipsins Bismarck fannst 970 km vestur af Brest í Frakklandi.
- 1990 - Austurþýsk stjórnvöld hófu að rífa Berlínarmúrinn niður.
- 1991 - Áhorfandi á bandaríska opna meistaramótinu í golfi varð fyrir eldingu og lést.
- 1995 - Jacques Chirac tilkynnti að Frakkar myndu hefja á ný kjarnorkutilraunir í Frönsku Pólýnesíu.
- 1997 - Timothy McVeigh var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk.
- 2000 - Forseti Suður-Kóreu, Kim Dae-jung, heimsótti Norður-Kóreu.
- 2001 - Pólski stjórnmálaflokkurinn Lög og réttlæti var stofnaður.
- 2003 - Fyrsta tölublað Reykjavík Grapevine kom út.
- 2007 - Shimon Peres var kjörinn forseti Ísraels.
- 2009 - Danski athafnamaðurinn Stein Bagger var dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir fjársvik.
- 2011 - Tveir stórir jarðskjálftar, sá fyrri upp á 5,7 stig á Richter og sá seinni upp á 6,3 stig á Richter, urðu í Christchurch á Nýja Sjálandi.
- 2011 - Ítalir höfnuðu byggingu nýrra kjarnorkuvera í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2012 - Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hófst í Rio de Janeiro í Brasilíu.
- 2019 – Ómanflóaatvikið: Ráðist var á tvö olíuflutningaskip í Hormússundi sem jók enn á spennu milli Írans og Bandaríkjanna.
- 2021 – Naftali Bennett tók við embætti forsætisráðherra Ísraels af Benjamin Netanyahu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1760 - Georg Franz Hoffmann, þýskur grasafræðingur (d. 1826).
- 1808 - Patrice de Mac Mahon, franskur stjórnmálamaður (d. 1893).
- 1831 - James Clerk Maxwell, skoskur eðlisfræðingur (d. 1879).
- 1865 - William Butler Yeats, írskt skáld (d. 1939).
- 1877 - Erik Scavenius, danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1962).
- 1887 - Bruno Frank, þýskur rithöfundur (d. 1945).
- 1888 - Fernando Pessoa, portúgalskt ljóðskáld (d. 1935).
- 1897 - Paavo Nurmi, finnskur langhlaupari (d. 1973).
- 1901 - Tage Erlander, sænskur stjórmálamaður og forsætisráðherra 1946-1969 (d. 1985).
- 1926 - Jérôme Lejeune, franskur erfðafræðingur (d. 1994).
- 1928 - John Forbes Nash, bandarískur stærðfræðingur og handhafi Nóbelsverðlaunahafi (d. 2015).
- 1928 - Eyjólfur Konráð Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1997).
- 1944 - Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 1952 - Bjartmar Guðlaugsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1953 - Tim Allen, bandarískur leikari.
- 1958 - Ólöf Sverrisdóttir, íslensk leikkona.
- 1959 - Bojko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu.
- 1959 - Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu.
- 1963 - Þórdís Arnljótsdóttir, íslensk leikkona.
- 1963 - Félix Tshisekedi, forseti Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó.
- 1968 - David Gray, enskur tónlistarmaður.
- 1970 - Rivers Cuomo, bandarískur söngvari og tónlistarmaður (Weezer).
- 1970 - Halldór Gylfason, íslenskur leikari.
- 1973 - Michel Pensée, kamerúnskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Steve-O, enskur sjónvarpsmaður.
- 1974 - Dušan Petković, serbneskur knattspyrnumaður.
- 1974 - Selma Björnsdóttir, íslensk söng- og leikkona, danshöfundur og leikstjóri.
- 1980 - Darius Vassell, enskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Chris Evans, bandarískur leikari.
- 1986 - Kat Dennings, bandarísk leikkona.
- 1986 - Keisuke Honda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Mary-Kate og Ashley Olsen, bandarískar leikkonur.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1231 - Heilagur Antoníus frá Padúa, portúgalskur dýrlingur (f. 1195).
- 1308 - Erlendur biskup í Færeyjum.
- 1645 - Miyamoto Musashi, japanskur skylmingamaður (f. um 1584).
- 1710 - Björn Þorleifsson, biskup á Hólum (f. 1663).
- 1803 - Jón Sveinsson, landlæknir á Íslandi (f. 1752).
- 1831 - James Clerk Maxwell, skoskur stærðfræðingur og eðlisfræðingur (f. 1879).
- 1886 - Lúðvík 2., konungur af Bæjaralandi (f. 1845).
- 1961 - Axel Andrésson, íslenskur knattspyrnumaður (f. 1895).
- 1982 - Khalid bin Abdul Aziz al-Sád, konungur Sádi-Arabíu (f. 1913).
- 1986 - Benny Goodman, bandarískur tónlistarmaður (f. 1909).
- 1992 - Pumpuang Duangjan, taílensk söngkona (f. 1961).
- 2010 - Guðmundur Georgsson, íslenskur læknir og friðarsinni (f. 1932).