Örtækni
Útlit
Örtækni (stundum líka kölluð nanótækni) er breitt svið innan tæknigeirans sem hefur það að markmiði að hanna og þróa tæki til að vinna með efni á nanó stærðarskalanum, venjulega á bilinu 1 til 100 nm. Einnig fellur það undir örtækni að þróa smátæki með því að stýra efninu á nanó stærðarskalanum.
Mikil von er bundin við þessa tækni innan læknavísindanna með því að hanna betri tæki sem geta skoðað líkamann án þess að valda óþarfa skaða á heilbrigðri starfsemi líkamans.