Karate
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur: Jóhannes Reynisson
Sjálfvarnaríþróttin karate á rætur sínar að rekja til eyjarinnar Okinara sem liggur suður af meginlandi Japans. Bardagaíþróttir hafa verið hluti af menningu Asíuþjóða í árþúsundir.
Ryukyu eyjaklasinn, en Okinawa er stærsta eyja hans, var lengi undir miklum kínverskum áhrifum og ýmsar tegundir bardagaíþrótta bárust þaðan. Þær voru þekktar sem „tode” sem þýðir hin kínverska hönd. Íbúar eyjanna áttu sér einnig sína eigin bardagaíþrótt sem kallasðist „te” og þýðir hönd. Þrjú megin afbrigði voru til af „te” sem nefnd vour eftir bæjunum sem þau voru stunduð of nefndust Naha-te, Shuri-te og Tomari-te. Sambræðingur og þróun af öllum þessum bardagaíþróttum var síðan gefið nafnið karate árið 1936 á þingi allra helstu bardagameistranna á Okinawa.
Karate, eða tóm hönd, er því heiti yfir margar mismunandi baradagaíþróttir þar sem engin vopn eru notuð.
Karate festi fyrst rætur á Íslandi þegar Karatefélag Reykjavíkur [1] var stofnað árið 1973. Síðan þá hafa mörg félög bæst í hópinn og karate er orðinn hluti af okkar íþróttarmenningu.
Mörg stílafbrigði eru til af karate eins og til dæmis goju [2] og shotokan.[3] Báðir þessir stílar eru æfðir á Íslandi og voru lengi vel þeir einu en fleiri afbrigði hafa verið tekin upp á seinustu árum. Hér má helst nefna tae kwon do[4] sem kemur frá Kóreuskaganum og svipar til karate að mörgu leiti.
Iðkenndur karate klæðast hvítum búningum og bera mislit belti. Því dekkri liturinn á beltinu því lengra er nemandinn kominn. Svarta beltið er æðsta stigið en innan þess eru tíu gráður. Á karateæfingum er mikið kýlt og sparkað út í loftið. Einnig er hrópað/öskrað og fyrir þá sem eru ekki kunnugir slíkum æfingum lítur þetta hálf kjánalega út. En æfingarnar eru strangar og iðkun karate krefst mikils sjálfsaga.
Ítarefni
[breyta]Karate grein á ensku Wikipedia