Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins
Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins er ráðuneytisstofnun sem sinnir upplýsingatæknimálum og ýmsum sameiginlegum rekstrarþáttum ráðuneytanna, að hluta eða í heild, með það að markmiði að stuðla að hagkvæmni í rekstri. Umbra heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Framkvæmdastjóri Umbru er Viktor J. Vigfússon.
Hlutverk
Miðstöð innri þjónustu og þróunar sem gerir ráðuneytunum kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni.
Framtíðarsýn
Við bindum ráðuneytin saman í eina heild með framúrskarandi þjónustu og fjölbreyttum lausnum.
Meginverkefni
Megin rekstrarverkefni þjónustumiðstöðvarinnar felast í eftirfarandi þjónustu til ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands:
- Viðhalda öruggum aðgangi að miðlægum upplýsingakerfum.
- Útvega starfsfólki þann búnað og þjónustu sem þau þurfa.
- Viðhalda miðlum fyrir innri og ytri upplýsingagjöf og samskipti.
- Ráðgjöf varðandi nýja tækni, gagnavernd og gagnastjórnun.
- Rekstur og öryggi bygginga og annarra innviða.
- Þjálfun, fræðsla og annar stuðningur við að efla mannauð.
- Þjónustuver sem annast m.a. símsvörun, móttöku og almenna þjónustu við starfsfólk og almenning.
- Akstursþjónusta og öryggisgæsla fyrir ráðherra.
- Þjónusta við fastanefndir ráðuneytanna og aðra tengda aðila.
- Önnur virðisaukandi þjónusta í takt við þarfir á hverjum tíma.
Persónuverndarskilmálar Umbru - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins
Umbru - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins er ætlað að annast reksturinn á sem hagkvæmastan hátt í nánu samstarfi við ráðuneytin.
Símanúmer afgreiðslu er 545 8800. Opið er frá 8:30 – 16:00. Netfangið er: [email protected]
Rekstur skýjageira fyrir stofnanir
Umbra og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa gert með sér samning sem hefur það að markmiði að koma á samstarfi milli opinberra aðila um nýtingu á tölvuskýjalausnum ríkisins. Í því felst að Umbra sér um rekstur og stjórnun á Microsoft 365 umhverfi og lausnum (skýjageira) fyrir hönd tiltekinna stofnana.
- Þjónustuskilmálar Umbru fyrir rekstur skýjageira stofnana
- Gjaldskrá Umbru fyrir rekstur skýjageira stofnana
- Microsoft-leyfi
- Umsókn um stofnanaaðild að Microsoft 365 umhverfi ríkisins
Helstu netföng
Afgreiðsla: |
[email protected] |
Stjórnarráðsskólinn: |
[email protected] |
Umsjón fasteigna: |
[email protected] |
Öryggismál: |
[email protected] |
Rekstur tölvukerfa: |
[email protected] |
Vefmál: |
[email protected] |
Skipulag
Umbra - Staðsetning
HeimilisfangSkuggasundi 3 - 101 Reykjavík
Sími: 545 8800
Kt: 420169-0439Netfang
postur[hjá]rfs.is
Afgreiðsla virka daga frá kl. 08:30 - 16:00
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.