iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/Villach
Villach - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Villach

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Villach
Staðsetning
Villach er staðsett í Austurríki
Villach
Grundvallarupplýsingar
Sambandsland: Kärnten
Stærð: 134,09 km²
Íbúafjöldi: 59.285 (1. jan 2011)
Þéttleiki: 439/km²
Hæð yfir sjávarmáli: 501 m
Vefsíða: http://www.villach.at

Villach er borg í Austurríki og jafnframt næststærsta borgin í sambandslandinu Kärnten.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Villach liggur við ána Drau við vesturbakka Ossiacher See nær syðst í Austurríki. Landamærin að Slóveníu eru 8 km suður af borginni. Hið þekkta stöðuvatn Wörthersee er aðeins 10 km til austurs. Næstu stærri borgir eru Klagenfurt til austurs (40 km), Ljubljana í Slóveníu til suðausturs (100 km) og Udine á Ítalíu til suðvesturs (120 km).

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Villach sýnir svartan arnarfót sem hvílir á svörtum steini. Bakgrunnurinn er gulur. Ekki er vitað um tilurð merkisins, en það þykir líklegt að hér sé um aðalsmerki að ræða. Arnarfóturinn er sláandi líkur merki Finkenstein-ættarinnar sem bjó við Faaker See þar skammt frá. Elstu heimildir um merkið er á skjali frá 12. apríl 1240. Síðustu breytingar á því voru gerðar 1965.

Villach er nefnd eftir italska mannanafninu Villaco. Á ítölsku heitir borgin Villaco. Á slóvensku heitir borgin hins vegar Beljak.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

Villach myndaðist sem þorp á 9. öld. Árið 1007 varð Villach eign biskupsdæmisins í Bamberg í Bæjaralandi. Sú tilhögun hélst allt til 1759. 1060 hlaut Villach markaðsréttindi og í framhaldi af því óx hún upp í því að verða að borg. Ekki er vitað hvenær hún fékk borgarréttindi, en það hefur gerst í síðasta lagi 1240. 25. janúar 1348 varð jarðskjálfti á svæðinu og stórskemmdist borgin. Við tilkomu siðaskiptanna varð Villach að miðstöð siðaskiptamanna í Kärnten. Hins vegar var lúterska kirkjan útrýmd á svæðinu í gagnsiðaskiptum kaþólsku kirkjunnar árið 1600. 1759 keypti María Teresía keisaraynja allar eignir biskupsdæmisins Bamberg í Austurríki. Villach varð því að austurrískri borg. Hún kemur lítið við sögu eftir það. Meðan heimstyrjöldin fyrri geysaði var austurrískur her með aðstöðu í borginni. Í loftárásum heimstyrjaldarinnar síðari varð Villach fyrir gífurlegum skemmdum. Árásirnar voru 37 og voru alls 42.500 sprengjum varpað á borgina. 85% allra bygginga í borginni eyðilögðust. Aðeins Wiener Neustadt skemmdist meira í stríðinu. 1973 voru nokkrir nágrannabæir sameinaðir Villach, sem við það náði núverandi stærð.

Viðburðir

[breyta | breyta frumkóða]
Harley Davidson dagar í European Bike Week
  • Villacher Kirchtag er haldin til minningar um markaðinn sem Friðrik Barbarossa leyfði borginni að halda einu sinni á ári 1225. 1936 var minningahátíðin haldin í fyrsta sinn á nýrri tímum og stendur hún yfir í viku. Hápunkturinn er skrúðganga í skrúðklæðum.
  • European Bike Week er mótorhjólahátíð í borginni tileinkuð Harley Davidson. Á hverri hátíð safnast tugþúsundir slíkra mótorhjóla í Villach. Hápunkturinn er þegar 50 þús mótorhjól (allar tegundir) hjóla í kringum stöðuvatnið Faaker See.
  • Tónlistarhátíðir eru tvær: Carinthischer Sommer (klassík) og Honky-Tonk Festival.

Villach viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Byggingar og kennileiti

[breyta | breyta frumkóða]
Pílagrímskirkjan Heiligenkreuzkirche

Sökum þess að Villach var nær gjöreyðilögð í loftárásum seinna stríðs, eru fáar gamlar byggingar í borginni.

  • Heiligenkreuzkirche (Kirkja heilga krossins) er rómversk pílagrímskirkja í borginni. Hún var reist 1744-51 og varð strax að pílagrímskirkju, þar sem kross hafði fundist í múrveggjum eldri kirkju sem var rifin. Þaðan kom einnig heitið. Kirkjan skartar tveimur turnum í barokkstíl að framan og hvolfturni fyrir miðju. Að innan eru freskur á veggjum, en þær eru frá 1960. Altaristaflan er gríðarlegt listaverk. Hún er gerð úr mörgum smærri hlutum og sýnir krossfestingu Krists, Maríu mey og Jóhannes postula, sem og nokkra biskupa. Upphaflega var altaristaflan ljós, en 1871 var hún gullhúðuð. Þrjú altari til viðbótar eru í kirkjunni.
  • Landskron er gríðarmikið borgarvirki við norðausturjaðar Villach. Virkið stendur á 135 metra hárri hæð og er eins og lítil borg á að líta. Landskron kom fyrst við skjöl árið 878. Virkið gekk kaupum og sölum í gegnum aldirnar. 1552 sótti Karl V keisari virkið heim. Nokkrum sinnum hafa orðið brunar í virkinu, síðast 1812. Mörg húsanna eru rústir í dag. Það er mjög vinsælt meðal ferðamanna.
  • Pranger er tæplega fjögurra metra há steinsúla í göngugötunni í miðborginni. Hún var áður fyrr refsingarsúla, þar sem afbrotamenn voru bundnir og hafðir öðrum til sýnis. Í kringum 1800 var súlan tekin niður og notuð í flóðavarnarvegg við ána Drau. Þegar veggurinn var rifinn 1959 kom súlan í ljós á ný. Núverandi súla er eftirsmíði, en frumgerðin er í byggðasafninu.