iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/Tímabil_sýnilegs_lífs
Tímabil sýnilegs lífs - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Tímabil sýnilegs lífs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þríbrotar urðu til snemma á kambríumtímabilinu.

Tímabil sýnilegs lífs er núverandi aldabil í jarðsögunni. Því er skipt í aldirnar fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Það dregur nafn sitt af því að á þessu tímabili hefur verið til mikill fjöldi lífvera. Það nær frá því fyrir 541 milljón árum til okkar daga. Fyrsti hluti þessa tímabils er kambríumtímabilið þegar ýmsar lífverur með harða skel komu fyrst fram á sjónarsviðið. Áður var talið að líf hefði hafist á kambríumtímabilinu. Tímabilið frá myndun Jarðar til upphafs Kambríumtímabilsins var kallað forkambríum sem nú skiptist í hadesaröld, upphafsöld og frumlífsöld. Nú er talið að líf hafi byrjað þegar á upphafsöld fyrir 3,7 milljörðum ára.

Tímabil sýnilegs lífs einkennist af þróun fjölda fylkinga dýra og jurta og greiningu þeirra í ólíkar tegundir; þróun fiska, skordýra og ferfætlinga og þróun nútímadýralífs. Landplöntur komu fram snemma á þessu tímabili. Á þessum tíma rak meginlöndin til þar til þau sameinuðust öll í eitt risameginland, Pangeu, sem síðar brotnaði upp í núverandi heimsálfur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.