Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga
Útlit
(Endurbeint frá Samband íslenskra berklasjúklinga)
Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga eða SÍBS eru samtök sem upphaflega voru stofnuð sem Samband íslenskra berklasjúklinga af berklasjúklingum á Vífilsstöðum 24. október 1938 til að aðstoða berklasjúklinga við að aðlagast aftur eðlilegu lífi eftir langlegu á sjúkrahúsum og heilsuhælum. Með fækkun berklasjúklinga var ákveðið að opna félagið fyrir fólki með aðra brjóstholssjúkdóma og 1974 var nafninu breytt til samræmis. Félagið rekur endurhæfingu, vinnustofur og dagvist fyrir aldraða og minnissjúka á Reykjalundi, Múlalundi og fleiri stöðum.
Frá upphafi hefur SÍBS verið fjármagnað með frjálsum framlögum, merkjasölu og happdrætti SÍBS.