iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/René_Coty
René Coty - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

René Coty

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
René Coty
René Coty árið 1954.
Forseti Frakklands
Í embætti
16. janúar 1954 – 8. janúar 1959
Forsætisráðherra
ForveriVincent Auriol
EftirmaðurCharles de Gaulle
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. mars 1882
Le Havre, Frakklandi
Látinn22. nóvember 1962 (80 ára) Le Havre, Frakklandi
StjórnmálaflokkurÞjóðlegur miðflokkur óháðra og bænda (1949–1962)
Óflokksbundinn (1940–1949)
Lýðræðisbandalagið (1923–1940)
Róttæki sósíalistaflokkurinn (1908–1923)
MakiGermaine Corblet
TrúarbrögðKaþólskur
Börn2
HáskóliHáskólinn í Caen

René Coty (20. mars 1882 – 22. nóvember 1962) var franskur stjórnmálamaður sem var forseti Frakklands frá 1954 til 1959.

Coty var þingmaður í neðri deild franska þingsins fyrir Seine-Inférieure frá 1923 til 1935 og 1945 til 1948 og þingmaður á efri deild frá 1936 til 1944 og frá 1948 til 1953. Hann gerðist endurbyggingarráðherra frá 1947 til 1948 í ríkisstjórnum Roberts Schuman og André Marie. Hann gerðist síðan varaforseti ríkisráðsins til ársins 1953, en þá var hann kjörinn forseti Frakklands í þrettándu umferð kosninganna.

Líkt og forveri sinn, Vincent Auriol, skipti Coty sér lítið af stjórn landsins. Á forsetatíð hans lauk stríði Frakka í Indókína en stríð þeirra í Alsír hófst. Átökin í Alsír leiddu til þess að Charles de Gaulle sneri aftur til valda og fimmta franska lýðveldið var stofnað. Coty hótaði að segja af sér ef franska þingið samþykkti ekki útnefningu hans á de Gaulle sem forsætisráðherra svo de Gaulle gæti komið á stjórnskipulagsumbótum.[1] Coty sagði síðan viljugur af sér í janúar 1959 svo að de Gaulle, sem Coty kallaði „fræknastan Frakka,“ gæti orðið forseti.

Coty var annar og síðasti forseti fjórða franska lýðveldisins.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Óþekkti Frakkinn“ í forsetastólnum grípur í taumanaMorgunblaðið, 122. tölublað (03.06.1958), Blaðsíða 10.


Fyrirrennari
Vincent Auriol
Forseti Frakklands
1954 — 1959
Eftirmaður
Charles de Gaulle