Kóreufura
Kóreufura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Í ræktun í Morton Arboretum
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus koraiensis Siebold & Zucc. |
Kóreufura (fræðiheiti: Pinus koraiensis) er furutegund ættuð frá austur Asíu: Kóreu, norðaustur Kína, Mongólíu, tempruðum regnskógum austast í Rússlandi og mið Japan. Í norðurhluta útbreiðslusvæðisins vex hún í lítilli hæð, vanalega í 600 til 900 m hæð, en sunnar er hún fjallatré í 2.000 til 2.600 m hæð í Japan.[1][2]
Litningatalan er 2n = 24.[3]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Á náttúrulegu búsvæði sínu eða við áþekk skilyrði getur hún náð 30 m hæð. Ræktuð verður hún að 15 m há.[4] Hún er pýramídalaga í formi, og yngri tré með uppréttar greinar og eldri tré með láréttar greinar sem ná niður að jörð. Grár eða brúnleitur börkurinn flagnar af og kemur þá í ljós rauðleitur innri börkurinn. Blágrænar barrnálarnar eru 5 saman, og að 4,5 sm langar og um 1mm breiðar. Könglarnir eru að 6 til 12 sm langir.[4]
Nytjar og vistfræði
[breyta | breyta frumkóða]Ætar hneturnar af þessari tegund eru þær sem eru almennastar í sölu í Evrópu og Bandaríkjunum.[4][1] Hnetuolían inniheldur 11.5% af hinni óvenjulegu fitusýru pinolenic acid (cis–5–cis–9–cis–12 octadecatrienoic acid).[5] Olían nýtist í sleipiefni og sápur.[6] Trén eru einnig uppspretta terpentínu, resína og tannína.[1][7]
Kóreufura er einnig ræktuð til skrasuts. Hún þolir mismunandi jarðvegsgerðir og þrífst jafnvel í borgum. Hún er aðlöguð veðurfari með mjög köldum vetrum.[4] Það eru til allnokkur ræktunarafbrigði, svo sem hið bláleita 'Glauca' og 'Silveray' og breiðvaxna 'Winton'.[8]
Viðurinn er nýtanlegur til margra hluta, t.d. í byggingar.[4] Hann er léttur, með beinum vígindum, og auðvelt að vinna með. Það er notað í flísar, spæni (spónaplötur) og pappamassa.[1] Hinar fjölbreytilegu nytjar hafa valdið rányrkju á tegundinni í náttúrunni, og eyðingu búsvæða sem tegundinni fylgja. Síberíutígur á heimkynni sín í þessum skógum, og verndun þeirra er eitt skref í verndun tígursins.[1]
Önnur tegund sem tilheyrir kóreufuru er hnotkráka (Nucifraga caryocatactes), sem safnar fræjunum og leikur stórt hlutverk í dreifingu þeirra.[9]
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Form
-
Barr
-
Fræ
-
Teikning
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Thomas, P.; Farjon, A. (2013). „Pinus koraiensis“. The IUCN Red List of Threatened Species 2013. Sótt 28. apríl 2017.
- ↑ "Pinus koraiensis". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
- ↑ Tropicos. Pinus koraiensis
- ↑ 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 „Pinus koraiensis“. Plant Finder. Missouri Botanical Garden.
- ↑ Imbs, A. B.; Nevshupova, N. V.; Pham, L. Q. (1998). „Triacylglycerol composition of Pinus koraiensis seed oil“ (PDF). Journal of the American Oil Chemists' Society. 75 (7): 865–870. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29. apríl 2017. Sótt 19. nóvember 2018.
- ↑ Fu, Liguo; Li, Nan; Elias, Thomas S.; Mill, Robert R. "Pinus koraiensis". Geymt 29 júlí 2020 í Wayback Machine Flora of China. 4 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
- ↑ "Pinus koraiensis". Geymt 21 október 2017 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
- ↑ „Pinus koraiensis“. University of Connecticut Horticulture. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 2017. Sótt 19. nóvember 2018.
- ↑ Hutchins, Harry E.; Hutchins, Susan A.; Liu, Bo-wen (1996). „The role of birds and mammals in Korean pine (Pinus koraiensis) regeneration dynamics“. Oecologia. 107 (1): 120–130. doi:10.1007/BF00582242.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Korean Pine. American Conifer Society.
- Pinus koraiensis - Korean Stone Pine. Geymt 26 febrúar 2014 í Wayback Machine Conifers Around the World.