iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/Kjarninn
Kjarninn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Kjarninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kjarninn
Merki fjölmiðilsins
Stofnár: 2013
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson
Útgáfuform: Vefmiðill
Dreifing/upplag/áhorfendafjöldi: 10.000 skráðra appa
Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf.
Útgáfustaður: Reykjavík, Ísland
Vefsíða

Kjarninn var íslenskur vefmiðill. Upphaflega kom Kjarninn út sem stafrænt fréttatímarit sem kom út fyrir snjalltæki og á vefnum á fimmtudögum. Einkahlutafélagið Kjarninn miðlar ehf. reka Kjarnann út og ritstjóri er Þórður Snær Júlíusson. Kjarninn var fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem sérstaklega er hannaður fyrir spjaldtölvur.[1] Hlaðvarp miðilsins heitir Hlaðvarp Kjarnans og kemur út á vefnum.

Kjarninn kom fyrst út 22. ágúst 2013 og kom út vikulega þar til 2. október 2014 þegar útgáfan var færð alfarið á vefinn. Ritstjórnarstefna Kjarnans byggist á sjálfstæðum fréttaflutning, gagnrýni og skemmtilegheit, að því er stendur í opinberri ritstjórnarstefnu miðilsins.[2] Kjarninn er frímiðill og byggir tekjur sínar á auglýsingum og styrkjum frá almenningi. Efnistökin eru ekki háð sérsviðum heldur ráðast af „því sem skiptir máli“.[3]

Í desember 2022 samdi Kjarninn um samruna við Stundina í nýjan fjölmiðil.[4] Miðlarnir mynduðu saman fréttamiðilinn Heimildina, sem hóf útgáfu þann 13. janúar 2023.[5]

Eigendur Kjarnans eru HG80 ehf., í eigu Hjálmars Gíslasonar (16,55%), Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (15,98%), Magnús Halldórsson (13,79%), Þórður Snær Júlíusson (12,20%), Birna Anna Björnsdóttir (9,39%), Hjalti Harðarson (9,25%), Milo ehf., í eigu Gumma Hafsteinssonar og Eddu Hafsteinsdóttur, (5,69%), Fagriskógur ehf. í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (5,69%), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,69%), Birgir Þór Harðason (2,9%) og Jónas Reynir Gunnarsson (2,9%).[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ritstjórn Eyjunnar. „Ritstjóri Kjarnans: Höfum tröllatrú á því sem við erum að gera“. Sótt 4. október 2013.
  2. Kjarninn. „Um Kjarnann“, skoðað 22. ágúst 2017.
  3. Fjölmiðlanefnd. „Kjarninn miðlar ehf“. Sótt 4. október 2013.
  4. „Stundin sameinast Kjarnanum“. Stundin. 21. desember 2022. Sótt 4. janúar 2023.
  5. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir; Þórður Snær Júlíusson (13. janúar 2023). „Velkomin í Heimildina“. Heimildin. Sótt 14. janúar 2023.
  6. Fjölmiðlanefnd. „Kjarninn miðlar ehf.“ Geymt 8 mars 2019 í Wayback Machine, sótt 22. ágúst 2017.