Kanaríeyjar
Comunidad Autónoma de Canarias | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Höfuðborg | Santa Cruz de Tenerife og Las Palmas de Gran Canaria |
Opinbert tungumál | spænska |
Stjórnarfar |
|
Konungur Forseti |
Filippus 6. Ángel Víctor Torres |
Sjálfstjórnarsvæði | undir spænskum yfirráðum |
• Sjálfsstjórn | 16. ágúst, 1982 |
Flatarmál • Samtals |
7.493 km² |
Mannfjöldi • Samtals (2014) • Þéttleiki byggðar |
2.118.679 280,9/km² |
Gjaldmiðill | evra € |
Tímabelti | UTC+0 (UTC+1 á sumrin) |
Kanaríeyjar eru eyjaklasi í Atlantshafinu sem er spænskt sjálfstjórnarsvæði og eitt af "ystu svæðum" Evrópusambandsins, það er að segja í jaðri sambandsins. Eyjarnar eru úti fyrir vesturströnd Norður-Afríku (100 km vestur af Marokkó og Vestur-Sahara). Önnur spænsk sjálfstjórnarsvæði í Afríku eru borgirnar Ceuta og Melilla. Marokkó hefur gert tilkall til allra þessara svæða. Sjávarstraumarnir sem koma frá Kanaríeyjunum báru skip oft til Ameríku á nýlenduöldinni. Nafnið kemur úr latínu, Insularia Canaria, sem merkir Hundaeyjar.
Á eyjunum eru tvær höfuðborgir, Santa Cruz de Tenerife og Las Palmas de Gran Canaria, sem eru líka höfuðborgir samnefndra héraða Santa Cruz de Tenerife og Las Palmas. Þriðja stærsta borg Kanaríeyja, San Cristóbal de La Laguna á eyjunni Tenerífe, er á heimsminjaskrá UNESCO. Fjarlægð frá miðbaug er um 3 100 km.
Landafræði
[breyta | breyta frumkóða]Í sjálfstjórnarsvæði Kanaríeyja eru tvö héruð: Las Palmas og Santa Cruz de Tenerife. Aðaleyjarnar eru sjö og hverri þeirra stjórnar „eyjarráð“ sem heitir cabildo insular. Auk þeirra eru einnig margar smáeyjar. Eyjarnar sjö og höfuðstaðir þeirra eru:
- Héraðið Las Palmas:
- Héraðið Santa Cruz de Tenerife:
-
Kort af Kanaríeyjum.
-
Canteras-ströndin á Gran Canaria
Ferðaþjónusta
[breyta | breyta frumkóða]Fjöldi ferðamanna sem heimsóttu Kanaríeyjar árið 2016, eftir eyjum (í þúsundum):[1]
- Tenerife - 4.885,9
- Gran Canaria - 3.654,8
- Lanzarote - 2.328,7
- Fuerteventura - 1.914,1
- La Palma - 221,5
- La Gomera, El Hierro - 109,3
Trú
[breyta | breyta frumkóða]Meirihluti íbúanna tilheyrir kaþólsku kirkjunni, en íbúar aðhyllast einnig önnur trúarbrögð á borð við Íslam, Hindúatrú, Búddatrú, Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (mormónatrú), Gyðingdóm og fleira. Þar má einnig nefna nýheiðnu frumbyggjatrúarbrögðin Kirkju Guanche-þjóðarinnar.[2] Helstu pílagrímsstaðirnir er Basilíka Candelaria á Tenerife, helgidómur meyjarinnar Candelaria, verndardýrlings Kanaríeyja. Á Kanaríeyjum fæddust tveir kaþólskir heilagir menn: Pedro de Betancur og José de Anchieta, báðir trúboðar í Gvatemala og Brasilíu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Número de turistas que visitaron Canarias en 2016, por isla de destino (en miles)
- ↑ Un 5% de canarios profesa una religión minoritaria