iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/Hafstraumur
Hafstraumur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Hafstraumur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hafstraumar

Hafstraumur er samfelld bein hreyfing sjávar af völdum afla eins og vinds, hitastigs, seltu og sjávarfalla sem stafa af aðdráttarafli tunglsins og sólarinnar.

Flæði hafstrauma er táknað með einingunni Sverdrup (Sv) og er ein slík eining jafnt og 1 milljón rúmmetrar á sekúndu. Samanlagt rennsli til sjávar úr öllum ám og fljótum jarðar er rúmlega 1 Sv. Golfstraumurinn er meira en 100 Sv þegar hann er sterkastur en sú grein hans sem nefnd er Irmingerstraumurinn og flæðir í norðurátt vestan Íslands og inn á norðurmið er aðeins um 1 Sv.

Loft- og hafstraumar vinna saman að því að dreifa þeirri sólarorku sem jörðinni berst um yfirborð hennar. Vindarnir toga í yfirborðssjó og koma af stað vindstraumum. Snúningur jarðar, dýpi og lögun sjávarbotnins hefur áhrif á stefnu straumanna og upphitun eða kæling á yfirborðssjó og seltubreytingar vegna uppgufunar eða úrkomu breyta eðlismassa sjávar og sú eðlismassadreifing kemur af stað straumum.

Djúpsjávarstraumur er hafstraumur á dýpi neðar en 100 m. Djúpstraumar í heimshöfunum sem eru fyrir neðan 1000 m eru knúðir í ferli sem nefnt er hita-seltuhringrás einkum á tveimur svæðum, við Suðurskautslandið og í Norður-Atlantshafi þar sem saltur hlýsjór flæðir norður (Golfstraumurinn) og varmi berst frá honum til umhverfisins og kælir hann. Kælingin eykur eðlismassa sjávarins svo að hann sekkur að lokum og myndar djúpsjó, einkum í Norður-Grænlandshafi (milli Jan Mayen og Svalbarða) og Labradorhafi (milli Grænlands og Labrador). Til að djúpsjór myndist verður selta yfirborðssjávarins að haldast há. Kaldi djúpsjórinn flæðir suður á bóginn en við yfirborðið flyst hlýsjór norður í stað þess sem sökk. Djúpsjávarflæðið yfir hryggina milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skotlands nemur samtals um 6 Sv.

  • „Hvað eru hafstraumar?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.