iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/Hólmavík
Hólmavík - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Hólmavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hólmavík við Steingrímsfjörð.
Hólmavík

Hólmavík

Hólmavík er stærsta kauptúnið á Ströndum og er jafnframt verslunar– og þjónustumiðstöð sýslunnar. Hólmavík er í sveitarfélaginu Strandabyggð. Íbúar í þorpinu voru 302 árið 2023. Þorpið stendur undir Kálfanesborgum, innan við miðjan Steingrímsfjörð að vestanverðu og hefur byggst úr landi Kálfaness.

Saga Hólmavíkur

[breyta | breyta frumkóða]

Áður en Hólmavíkurþorp varð til var um tíma þurrabúðarlóð í vestanverðri Hólmavíkinni, austan undir Höfðanum. Árið 1883 fluttu Sigurður snikkari og kirkjusmiður Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir frá Felli í Kollafirði að Kálfanesi og bjuggu þar eitt ár. Síðan fluttu þau niður í víkina og byggðu sér nýjan bæ töluvert utar. Sonur þeirra er skáldið Stefán frá Hvítadal og er hann talinn fyrsti maðurinn sem fæddur er á Hólmavík.

Þann 3. janúar 1890 varð Hólmavík löggiltur verslunarstaður, en frá miðri 19. öld hafði verið verslað um borð í skipum kaupmanna sem sigldu á Skeljavík. Þeirra á meðal var kaupmaðurinn R. P. Riis sem byggði svo verslun á Hólmavík árið 1897, en árið áður hafði verið byggður þar annar verslunarskúr. Verslunarfélag Steingrímsfjarðar, sem var forveri Kaupfélags Steingrímsfjarðar, var svo stofnað 29. desember 1898.

Um aldamótin 1900 voru byggðar fyrstu bryggjur á Hólmavík, tvær trébryggjur sem hétu eftir eigendunum, Riisbryggja og Kaupfélagsbryggja. Þorpið byggðist síðan upp í kringum útgerð, þjónustufyrirtæki og verslun.

Um 1950 varð langvarandi aflabrestur þess valdandi að atvinnuleysi varð nokkurt og fólki fækkaði í þorpinu. Ekki rættist úr aftur fyrr en með rækjunni laust fyrir 1970. Síðan þá má segja að atvinnuástand hafi verið gott þó að fólksfækkun hafi verið nokkur eins og víðar á landsbyggðinni.

Atvinnulíf

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu atvinnugreinar á Hólmavík hafa löngum verið verslun og ýmis þjónusta, auk útgerðar. Ferðaþjónusta hefur verið vaxandi atvinnugrein síðustu ár og þar er upplýsingamiðstöð ferðamála. Galdrasýning á Ströndum er með höfuðstöðvar á Hólmavík og hefur verið einn helsti vaxtarbroddur í ferðaþjónustu og ímyndarsköpun Strandamanna í greininni. Til ársins 2000 var rekið sláturhús á Hólmavík hvert haust. Þar eru einnig miðstöðvar Orkubús Vestfjarða og Vegagerðar ríkisins. Tvær bankastofnanir voru á Hólmavík, Sparisjóður Strandamanna og Arion banki, en útibúi Arion banka hefur nú verið lokað. Stærstu vinnustaðir á Hólmavík eru Hólmadrangur hf, sem rekur fullkomna rækjuverksmiðju og Heilbrigðisstofnunin Hólmavík þar sem rekin er heilsugæsla.

Þekktir Hólmvíkingar

[breyta | breyta frumkóða]