iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/Fræðiheiti_(líffræði)
Tvínefni - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Tvínefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fræðiheiti (líffræði))

Tvínafnakerfið í flokkunarfræði byggist á því að sérhver tegund ber ákveðið tvínefni. Það er samsett úr ættkvíslarheiti og lýsandi heiti yfir tegundina (t.d. Ranunculus acris).

Tvínefni er nafnakerfi fyrir líffræðilegar tegundir. Tvínefni eru latneskt heiti tegundarinnar í tveimur hlutum. Sá fyrri segir til um ættkvísl sem tegundin tilheyrir og sá síðari er lýsandi fyrir þessa tegund. Ættkvíslarheitið (fyrra nafnið) er alltaf ritað með stórum staf. Það var Carl von Linné sem bjó tvínafnakerfið til (upphaflega bara fyrir plöntur, dýr og steindir) og er það notað enn þann dag í dag.

Nafnareglur

[breyta | breyta frumkóða]

Tvínefni eru aðgreindar frá öðrum texta með skáletrun eða undirstrikun. Tegunda- og ættkvíslaheiti eru skáletruð í texta eða undirstrikuð í handskrifuðum texta. Tegundum er skipt í undirtegundir og afbrigði. Þar sem til eru undirtegundir tiltekinnar tegundar er heiti undirtegundarinnar bætt við tvínefnið. Síberíutígur heitir þannig Panthera tigris altaica. Milli tegundaheitis og undirtegunda- eða afbrigðaheita kemur svo skammstöfun eða eiginnafn höfundar þess sem nefndi tegundina fyrst. Nafnareglur fyrir plöntur eru skráðar í International Code of Botanical Nomenclature.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.