Abbasídaveldið
Útlit
(Endurbeint frá Abbasídar)
Abbasídaveldið (العبّاسيّون) eða Kalífaríkið var þriðja íslamska stórveldið. Því stjórnuðu Abbasídar, sem gerðu Bagdad að höfuðborg sinni eftir að þeir höfðu bolað Ommejada-kalífunum frá völdum alls staðar nema á Al Andalus-svæðinu.
Abbasídaveldið var stofnað árið 750 en Bagdad varð höfuðborg þeirra árið 762. Abbasídaveldið stóð í um tvær aldir en því fór síðan smám saman hnignandi. Það leið þó ekki endanlega undir lok fyrr en árið 1519, þegar Tyrkjaveldi tók yfir og höfuðborgin var færð til Istanbúl.