6. febrúar
Útlit
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
6. febrúar er 37. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 328 dagar (329 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 337 - Júlíus 1. varð páfi.
- 1481 - Sixtus 4. páfi svaraði fyrirspurn frá Magnúsi Eyjólfssyni Skálholtsbiskupi og sagði í svarinu að um föstutímann væri heimilt að borða sævarfisk þann sem almennt væri nefndur selur.
- 1608 - Gabríel Báthory varð einráður í Transylvaníu við afsögn Sigmundar Rákóczi.
- 1626 - Húgenottar sömdu frið við frönsku krúnuna í La Rochelle.
- 1643 - Hollenski landkönnuðurinn Abel Tasman uppgötvaði Fídjieyjar.
- 1658 - Sænski herinn, undir stjórn Karls 10., réðist inn í Danmörku með því að fara yfir Eyrarsund á ís.
- 1685 - Jakob hertogi af Jórvík, bróðir Karls 2. varð Jakob 2. Englandskonungur og Jakob 7. Skotakonungur.
- 1694 - Palmares-byggðinni í Brasilíu var eytt af Portúgölsku stórskotaliði.
- 1788 - Massachusetts varð 6. fylkið til að staðfesta stjórnarskrá Bandaríkjanna.
- 1819 - Borgin Singapúr hóf uppbyggingu sína fyrir tilstilli Sir Thomas Stamford Raffles.
- 1826 - Bruni á Möðruvöllum í Hörgárdal. Auk þriggja húsa brann mikið af skjölum í eldinum.
- 1840 - Bretar gerðu Waitangi-samninginn við höfðingja Maoría á Nýja-Sjálandi.
- 1922 - Achille Ratti varð Píus 11. páfi.
- 1936 - Vetrarólympíuleikarnir 1936 hófust í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi.
- 1957 - Útvarp Færeyja hóf útsendingar.
- 1958 - Bobby Charlton var einn af þeim sem komust lífs af eftir flugslys í Þýskalandi. 8 liðsfélagar hans í Manchester United F.C. létu lífið.
- 1968 - Vetrarólympíuleikarnir 1968 hófust í Grenoble í Frakklandi.
- 1970 - Bermúdeyskur dalur var tekinn upp á Bermúda.
- 1973 - Bygging CN-turnsins hófst í Torontó í Kanada.
- 1976 - Lockheed-hneykslið kom upp í kjölfar rannsókna Church-nefndarinnar í Bandaríkjunum á fyrirtækjunum Lockheed og Northrop.
- 1977 - Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var stofnaður.
- 1982 - Breska lággjaldaflugfélagið Laker Airways varð gjaldþrota.
- 1985 - Steve Jobs hætti störfum hiá Apple Computer.
- 1988 - Alfred Jolson var vígður biskup kaþólskra á Íslandi.
- 1988 - Sænski stjórnmálaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir var stofnaður.
- 1991 - Tölvuleikurinn Street Fighter II: The World Warrior kom út fyrir spilakassa.
- 1994 - Árásin á Markale-markaðinn: Bosníuserbar skutu sprengikúlu á markað í Sarajevó með þeim afleiðingum að 68 létust.
- 1995 - Geimskutlan Discovery flaug í 11 metra fjarlægð frá geimstöðinni Mír.
- 1996 - Birgenair flug 301 hrapaði í hafið á leið frá Karíbahafinu til Þýskalands með þeim afleiðingum að 189 farþegar fórust.
- 1999 - Vinstrihreyfingin - grænt framboð var stofnuð.
- 2000 - Tarja Halonen var kjörin forseti Finnlands.
- 2001 - Ariel Sharon, formaður Likud-flokksins, vann forsætisráðherrakosningarnar í Ísrael.
- 2002 - Gullkrýningarafmæli Elísabetar 2. var haldið hátíðlegt í Bretlandi.
- 2003 - Íslenska kvikmyndin Didda og dauði kötturinn var frumsýnd.
- 2004 - Sjálfsmorðssprengjumaður gerði árás á neðanjarðarlestarstöð í Moskvu. Yfir 40 létust.
- 2005 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin American Dad! hóf göngu sína.
- 2010 - Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild var stofnað á Íslandi.
- 2011 - World Social Forum hófst í Dakar.
- 2011 - Amagerbanken í Danmörku varð gjaldþrota.
- 2012 - Í Bretlandi var demantskrýningarhátíð Elísabetar 2. drottningar haldin hátíðleg.
- 2013 - Jarðskjálfti reið yfir Salómonseyjar og skapaði flóðbylgju.
- 2018 - SpaceX-geimflaug af gerðinni Falcon Heavy fór í jómfrúarflug sitt frá Kennedy-geimferðamiðstöðinni.
- 2019 – Bandarísku samtökin Freedom House breyttu stöðu Ungverjalands í „frjálst að hluta“, sem var í fyrsta sinn sem Evrópusambandsland fékk ekki stöðuna „frjálst“. Serbía fékk sömu stöðu.
- 2023: Tugþúsundir létust í Tyrklandi og Sýrlandi eftir jarðskjálfta upp á 7,8 í suðaustur-Tyrklandi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1452 - Jóhanna, krónprinsessa af Portúgal (d. 1490).
- 1612 - Antoine Arnauld, franskur guðfræðingur (d. 1694).
- 1636 - Heiman Dullaart, hollenskur málari (d. 1684).
- 1665 - Anna Bretadrottning (d. 1714).
- 1756 - Aaron Burr, varaforseti Bandaríkjanna (d. 1836).
- 1811 - Henry Liddell, enskur fornfræðingur (d. 1898).
- 1879 - Magnús Guðmundsson, fjármála- og forsætisráðherra Íslands (d. 1937).
- 1879 - Björn Þórðarson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1963).
- 1884 - Guðrún H. Finnsdóttir, vesturíslenskur rithöfundur (d. 1946).
- 1895 - Babe Ruth, bandarískur hafnaboltaleikari (d. 1948).
- 1897 - H.D.F. Kitto, breskur fornfræðingur (d. 1982).
- 1902 - Sigfús Sigurhjartarson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1952).
- 1908 - Amintore Fanfani, forsætisráðherra Ítalíu (d. 1999).
- 1911 - Ronald Reagan, leikari, síðar 40. forseti Bandaríkjanna. (d. 2004).
- 1912 - Eva Braun, eiginkona Adolfs Hitlers (d. 1945).
- 1913 - Jón Ingimarsson, íslenskur verkalýðsleiðtogi (d. 1981).
- 1938 - Jón Páll Bjarnason, íslenskur gítarleikari (d. 2015).
- 1945 - Bob Marley, jamaískur söngvari og tónlistarmaður (d. 1981).
- 1948 - Robert A. Kaster, bandarískur fornfræðingur.
- 1962 - Axl Rose, bandarískur söngvari (Guns N’ Roses).
- 1966 - Rick Astley.
- 1976 - Kasper Hvidt, danskur handknattleiksmaður.
- 1977 - Josh Stewart, bandarískur leikari.
- 1981 - Jens Lekman, sænskur söngvari.
- 1983 - Branko Ilić, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Darren Bent, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1155 - Sigurður munnur, Noregskonungur (f. 1133).
- 1378 - Jóhanna af Bourbon, Frakklandsdrottning (f. 1338).
- 1497 - Johannes Ockeghem, flæmskt tónskáld (f. um 1410).
- 1685 - Karl 2. Englandskonungur (f. 1630).
- 1695 - Akmeð 2. Tyrkjasoldán (f. 1643).
- 1740 - Klemens 12. páfi (f. 1652).
- 1899 - Leo von Caprivi, þýskur stjórnmálamaður (f. 1831).
- 1916 - Rubén Darío, blaðamaður og skáld frá Níkaragva (f. 1867).
- 1952 - Georg 6. Englandskonungur (f. 1895).
- 1971 - Lára miðill (f. 1899).
- 1990 - Pavel Aleksejevitsj Tsjerenkov, rússneskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1904).
- 1991 - Salvador Luria, ítalskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1912).
- 1992 - Halldór H. Jónsson, íslenskur arkitekt og athafnamaður (f. 1912).
- 1998 - Falco, austurrískur tónlistarmaður (f. 1957).
- 1998 - Carl Wilson, bandarískur tónlistarmaður (The Beach Boys) (f. 1946).
- 2011 - Gary Moore, norðurírskur tónlistarmaður (f. 1952).
- 2012 - Antoni Tàpies, katalónskur myndlistarmaður (f. 1923).
- 2013 - Mo-Do, ítalskur tónlistarmaður (f. 1966).