1976
Útlit
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 1976 (MCMLXXVI í rómverskum tölum) var 76. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á fimmtudegi.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- Janúar - Fyrsta fjöldaframleidda ofurtölvan, Cray-1, var sett á markað.
- 1. janúar - Garðabær og Njarðvík fengu kaupstaðarréttindi.
- 3. janúar - Flytja þurfti 20.000 manns frá heimilum sínum við Tønder og Ribe á Suður-Jótlandi í Danmörku vegna stormflóðs.
- 9. janúar - Marokkóskir hermenn héldu inn í borgina Dakhla í Vestur-Sahara.
- 12. janúar - Síðustu spænsku hermennirnir fóru frá Vestur-Sahara.
- 13. janúar - Mikill jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, varð í grennd við Kópasker og olli miklu tjóni.
- 14. janúar – Ólafur Jóhann Sigurðsson varð fyrsti Íslendingurinn til að hljóta bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
- 15. janúar - Odvar Nordli varð forsætisráðherra Noregs.
- 16. janúar - Réttarhöld hófust yfir hluta hryðjuverkahópsins Rote Armee Fraktion í Stuttgart í Þýskalandi.
- 18. janúar - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Kristnir herflokkar myrtu yfir þúsund múslima í hverfinu Karantina í Beirút.
- 20. janúar - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Hundruð kristinna Líbana voru myrt af meðlimum PLO í Damour-blóðbaðinu.
- 21. janúar – Atli Heimir Sveinsson varð fyrsti Íslendingurinn til að hljóta tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs.
- 21. janúar - Reglulegt farþegaflug með Concorde-þotum hófst.
- 27. janúar - Fyrsta orrustan um Amgala hófst þegar marokkóskir hermenn réðust á alsírska hermenn í Amgala-vininni í Vestur-Sahara.
- 29. janúar - IRA stóð fyrir tólf sprengjutilræðum í West End í London.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 4. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir 1976 voru settir í Innsbruck í Austurríki.
- 4. febrúar - Um 22.000 manns létust af völdum jarðskjálfta í Gvatemala og Hondúras og ein milljón missti heimili sín.
- 6. febrúar - Lockheed-hneykslið varð í kjölfar rannsókna Church-nefndarinnar í Bandaríkjunum á fyrirtækjunum Lockheed og Northrop.
- 7. febrúar - Hua Guofeng tók við stjórnartaumum í Kína eftir lát Zhou Enlai.
- 13. febrúar - Yfirmaður herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, Murtala Mohammed, var myrtur í valdaránstilraun.
- 15. febrúar - Stjórnarskrá Kúbu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 16. febrúar - Nokkur vestræn ríki lýsa stuðningi við stjórn MPLA í Angóla.
- 19. febrúar – Ísland sleit stjórnmálasambandi við Bretland vegna deilna um fiskveiðiheimildir.
- 23. febrúar - Árekstur varð milli varðskipsins Óðins og freigátunnar HMS Scylla.
- 27. febrúar - Polisario lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í Vestur-Sahara.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- mars – Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir stofnuðu hljómplötuútgáfuna Geimstein í Keflavík.
- 2. mars - Air Viking varð gjaldþrota.
- 4. mars - Stjórnarskrárþing Norður-Írlands var leyst upp og við tók bein stjórn breska þingsins.
- 11. mars - Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað.
- 12. mars – Arnarflug var stofnað og keypti vélar Air Viking.
- 13. mars - Herstöðvaandstæðingar loka Keflavíkurflugvelli til að mótmæla hersetunni, aðild að Nató og framgöngu Breta í þorskastríðunum.
- 16. mars - Harold Wilson sagði af sér embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 24. mars - Ummæli Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráðherra um „Vísismafíuna“ voru dæmd dauð og ómerk hjá héraðsdómi Reykjavíkur.
- 24. mars - Argentínuher steypti Ísabellu Perón af stóli.
- 29. mars - Herforingjastjórn undir forystu Jorge Videla tók við völdum í Argentínu.
- 30. mars - Gaukshreiðrið eftir Milos Forman hlaut Óskarsverðlaun sem besta kvikmyndin.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 1. apríl – Tölvufyrirtækið Apple var stofnað af Steve Jobs, Steve Wozniak og Mike Markkula.
- 1. apríl - Postverk Føroya tók við póstþjónustu í Færeyjum af Post- og Telegrafvæsnet.
- 1. apríl - Opinbera lestarfyrirtækið Conrail var stofnað í Bandaríkjunum til að taka við rekstri 13 gjaldþrota járnbrauta.
- 2. apríl - Rauðu kmerarnir neyddu Norodom Sihanouk til að segja af sér konungstign í Kampútseu.
- 3. apríl - Breska hljómsveitin Brotherhood of Man sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Save Your Kisses for Me“.
- 5. apríl - James Callaghan varð forsætisráðherra Bretlands.
- 7. apríl - Deng Xiaoping var sviptur öllum embættum vegna ásakana um „hægrimennsku“.
- 9. apríl - Síðasta kvikmynd Alfred Hitchcock, Fjölskyldugáta, kom út í Bandaríkjunum.
- 11. apríl - Apple I fór á markað í Bandaríkjunum.
- 13. apríl - Fjörutíu létust í sprengingu í vopnaverksmiðju í Lapua í Finnlandi.
- 22. apríl - Ingmar Bergman flutti frá Svíþjóð vegna ásakana um skattaundanskot.
- 23. apríl - Fyrsta hljómplata Ramones kom út í Bandaríkjunum.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- Maí - Tim Severin sigldi af stað frá Írlandi til Ameríku á húðskipi („currach“).
- 4. maí - Réttarhöld fóru fram yfir hægriöfgahreyfingunni Ordine Nuovo í Tórínó á Ítalíu: Níu voru dæmdir en 32 leystir undan sök.
- 6. maí - Jarðskjálfti reið yfir Fríúlí á Ítalíu með þeim afleiðingum að yfir 900 létust.
- 9. maí - Ulrike Meinhof fannst hengd í klefa sínum í Stuttgart-Stammheim.
- 15. maí - Keflavíkurgangan mikla fór fram á Íslandi. Þetta var fjölmennasta Keflavíkurganga frá upphafi.
- 19. maí - Fyrsta skóflustunga var tekin að Húsi verslunarinnar í Reykjavík.
- 23. maí - Samningar náðust milli íslenskra og breskra stjórnvalda í Landhelgismálinu.
- 24. maí - Concorde hóf reglulegt flug milli London og Washington DC.
- 31. maí - Universidade Estadual de Feira de Santana var stofnaður í Brasilíu.
- 31. maí - Sýrlendingar hófu þátttöku í borgarastyrjöldinni í Líbanon.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní – Bretar samþykktu 200 mílna efnahagslögsögu Íslands. Þar með lauk seinna þorskastríðinu.
- 2. júní – Stjórnmálasambandi var komið aftur á milli Íslands og Bretlands.
- 5. júní - Teton-stíflan í Idaho féll saman.
- 9. júní - Benny Goodman kom til Íslands og hélt tónleika á Listahátíð í Reykjavík. Hann hefur verið nefndur „konungur sveiflunnar“.
- 13. júní - Mikil óveður gengu yfir Iowa í Bandaríkjunum. Skýstrokkur eyddi bænum Jordan.
- 16. júní - Lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu hófst í Júgóslavíu.
- 16. júní - Soweto-uppreisnin hófst í Suður-Afríku.
- 19. júní - Karl 16. Gústaf Svíakonungur gekk að eiga Silviu Renate Sommerlath.
- 24. júní - Norður- og Suður-Víetnam sameinuðust í eitt Víetnam með Hanoi sem höfuðborg.
- 26. júní - CN-turninn í Torontó í Kanada var opnaður.
- 27. júní - Palestínskir hryðjuverkamenn rændu flugvél frá Air France með 246 farþega innanborðs og flugu henni til Entebbe í Úganda.
- 29. júní - Seychelleseyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- Júlí - Z80-örgjörvinn fór á markað.
- 4. júlí – Herjólfur kom fyrst til Vestmannaeyja.
- 4. júlí - Ísraelsher frelsaði eitt hundrað gísla um borð í Air France-vél á flugvellinum í Entebbe í Úganda.
- 4. júlí - Bandaríkjamenn héldu upp á 200 ára afmæli sjálfstæðisyfirlýsingarinnar.
- 6. júlí - Hljómsveitin The Damned kom fyrst fram sem upphitunarhljómsveit fyrir The Sex Pistols í 100 Club í London.
- 9. júlí - Hitamet var sett í Reykjavík, 24,3 °C.
- 17. júlí - Sumarólympíuleikarnir voru settir í Montréal í Frakklandi.
- 20. júlí - Lendingarfar Viking 1 lenti á Mars.
- 25. júlí - Gosbrunnur í syðri hluta Tjarnarinnar í Reykjavík var opnaður. Sendiherra Bandaríkjanna gaf brunninn.
- 27. júlí - Fyrsta tilfelli ebólaveiki kom upp í Súdan.
- 27. júlí - Gestir á ráðstefnu samtaka uppgjafarhermanna, American Legion, í The Bellevue Stratford Hotel í Philadelphia, Pennsylvaníu, fengu einkenni lungnabólgu sem var síðar kölluð hermannaveiki.
- 28. júlí - Jarðskjálfti í Tangshan, Kína.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- Ágúst - Fyrsta leikjatölvan af annarri kynslóð, Fairchild Channel F, kom út í Bandaríkjunum.
- 1. ágúst - Niki Lauda hlaut alvarleg brunasár í Formúlu 1-keppni í Þýskalandi.
- 7. ágúst - Viking-áætlunin: Viking 2 fór á sporbaug um Mars.
- 8. ágúst - Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu var stofnuð í Reykjavík.
- 16. ágúst - Lagið „Dancing Queen“ með hljómsveitinni ABBA var gefið út í Svíþjóð.
- 16. ágúst - Hljómsveitin Ramones kom fram í fyrsta sinn á skemmtistaðnum CBGB í New York-borg.
- 17. ágúst - 6000 manns létust á Mindanao á Filippseyjum eftir að jarðskjálfti olli flóðbylgju.
- 25. ágúst - Félag kartöflubænda á suðurlandi var stofnað á Íslandi.
- 25. ágúst - Jacques Chirac sagði af sér embætti forsætisráðherra Frakklands.
September
[breyta | breyta frumkóða]- September - BBC hleypti textavarpi af stokkunum undir nafninu Ceefax.
- 1. september - Annar ebólafaraldur hófst í Saír.
- 3. september - Lendingarfar Viking 2 lenti á Mars.
- 10. september - Tvær flugvélar rákust á í flugi yfir flugvellinum í Zagreb með þeim afleiðingum að 176 létust.
- 11. september - Fjölbrautaskóli Suðurnesja var settur í fyrsta skipti.
- 11. september - Farþegaþota frá TWA, sem hafði verið rænt, hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli til þess að taka eldsneyti. Vélin stóð við í tvær klukkustundir, en fór síðan til Parísar, þar sem ræningjarnir gáfust upp.
- 15. september - Ný félagsvísindadeild tók til starfa við Háskóla Íslands.
- 16. september - Blýantanóttin: Hópi námsmanna var rænt af útsendurum herforingjastjórnarinnar í Argentínu. Þau voru síðan pyntuð og flest þeirra myrt að talið er.
- 17. september - Fyrsta geimskutlan var fullsmíðuð og fékk nafnið Enterprise.
- 20. september - Fyrsta „alþjóðlega pönkhátíðin“ var haldin í 100 Club í London.
- 20. september - Fjarskiptafyrirtækið Intersputnik var stofnað í Moskvu.
- 25. september - Hljómsveitin U2 var stofnuð í Dublin á Írlandi.
- 28. september - Stevie Wonder gaf út metsöluplötuna Songs in the Key of Life.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 6. október - Fjöldamorðin í Thammasat-háskóla: Tugir námsmanna sem höfðu mótmælt endurkomu hershöfðingjans Thanom Kittikachorn til Taílands voru myrtir af vopnuðum konungssinnum. Síðar sama dag tók ný herforingjastjórn við völdum í landinu.
- 8. október - Thorbjörn Fälldin varð forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 8. október - Hjónin Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda Dóra Jakobsdóttir voru kjörin fyrstu heiðursborgarar Kópavogs.
- 10. október - Fjórmenningaklíkan í Kína var handtekin. Það markar endalok Menningarbyltingarinnar.
- 18. október - Ford hóf fjöldaframleiðslu á Ford Fiesta í verksmiðju sinn í Valensíu á Spáni.
- 19. október - Ný bandarísk höfundalög afnámu skráningarskyldu, lengdu gildistíma, afnámu fordæmisrétt og lögfestu sanngjörn afnot.
- 20. október - George Prince-ferjuslysið: 78 manns létust þegar ferja á Mississippifljóti fórst eftir árekstur við norska olíuskipið SS Frosta.
- 22. október - Fyrsta breska pönkplatan, smáskífan New Rose með bresku hljómsveitinni The Damned, kom út í London.
- 23. október - Alexandersflugvöllur í Skagafirði var tekinn í notkun.
- 25. október - Tónlistarfélagið Vísnavinir var stofnað með tónleikum í Norræna húsinu í Reykjavík.
- 31. október - Fyrsta skóflustunga var tekin að Borgarleikhúsinu í Reykjavík.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 2. nóvember - Demókratinn Jimmy Carter vann sigur á Gerald Ford í forsetakosningum í Bandaríkjunum.
- 4. nóvember - Ítölsku stjórnmálasamtökin Lotta continua leystust upp í kjölfar þings samtakanna í Rimini.
- 7. nóvember – Fyrsti hluti Hitaveitu Suðurnesja var tekinn í notkun.
- 15. nóvember - Fyrsti gingapinn uppgötvaðist við eyna Oahu á Hawaii.
- 21. nóvember - Þriggja þrepa eldflaug var í fyrsta sinn skotið frá Evrópu á Andøya-eldflaugaskotpallinum.
- 21. nóvember - Sýrlandsher lagði Líbanon undir sig.
- 22. nóvember - Ísraelsher kom sér fyrir við landamærin að Líbanon.
- 23. nóvember - Flugvél frá Olympic Airways fórst á Ólympsfjalli með þeim afleiðingum að fimmtíu létust.
- 23. nóvember - Jacques Mayol setti met í fríköfun þegar hann kafaði niður á 100 metra á 3:39 við eyjuna Elbu.
- 24. nóvember - Minnst 3.840 manns létust vegna jarðskjálfta sem nam 7,3 á Richter í Van og Muradiye í Tyrklandi.
- 29. nóvember - Ítölsku hryðjuverkasamtökin Prima Linea gerðu árás á samtök stjórnenda FIAT í Tórínó.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. desember - José López Portillo varð forseti Mexíkó.
- 1. desember - Hljómsveitin Sex Pistols varð fræg að endemum eftir sjónvarpsviðtal í kvöldþætti Bill Grundy.
- 3. desember - Bob Marley varð fyrir skoti í morðtilraun í Kingston á Jamaíka.
- 3. desember - Patrick Hillery var kjörinn forseti Írlands.
- 4. desember - Jean-Bédel Bokassa útnefndi sjálfan sig Bokassa 1. keisara Mið-Afríkulýðveldisins.
- 6. desember - Skæruliðasveitir Viet Cong voru leystar upp og meðlimir urðu hluti af Alþýðuher Víetnam.
- 8. desember - Hljómplata Eagles, Hotel California, kom út.
- 15. desember - Líberíska olíuskipið MV Argo Merchant strandaði við Nantucket og brotnaði svo að 30 milljón lítrar af olíu láku í sjóinn.
- 25. desember - Flugvél frá Egypt Air hrapaði við Bangkok með þeim afleiðingum að 50 létust.
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Bókin The Selfish Gene eftir Richard Dawkins kom út í Bretlandi.
- Fyrsta húsið reis í borginni Almere í Hollandi.
- Framleiðsla hófst á Škoda 105 í Tékkóslóvakíu.
- Sænska víkingaþungarokkhljómsveitin Heavy Load var stofnuð.
- Breska hljómsveitin The Cure var stofnuð.
- Breska hljómsveitin The Damned var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 12. janúar - Silja Hauksdóttir, íslenskur leikstjóri.
- 15. janúar - Þóranna Krístín Jónsdóttir, íslensk leikkona.
- 16. janúar - Lenka Ptácníková, íslenskur skákmeistari.
- 1. febrúar - Katrín Jakobsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 2. febrúar - James Hickman, breskur sundmaður.
- 3. febrúar - Isla Fisher, áströlsk leikkona.
- 4. febrúar - Kristjón Kormákur Guðjónsson, íslenskur rithöfundur.
- 6. febrúar - Kasper Hvidt, danskur handknattleiksmaður.
- 15. febrúar - Brandon Boyd, bandarískur tónlistarmaður (Incubus).
- 20. febrúar - Ed Graham, breskur trommari (The Darkness).
- 24. febrúar - Zach Johnson, bandarískur kylfingur.
- 26. febrúar - Demore Barnes, kanadískur leikari.
- 29. febrúar - Ja Rule, bandarískur rappari og leikari.
- 17. mars - Guðrún Eva Mínervudóttir, íslenskur rithöfundur.
- 22. mars - Reese Witherspoon, bandarísk leikkona.
- 24. mars - Róbert Ragnarsson, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 3. apríl - Drew Shirley, bandarískur tónlistarmaður (Switchfoot)
- 6. apríl - Unnur Ösp Stefánsdóttir, íslensk leikkona.
- 6. apríl - Georg Hólm, íslenskur bassaleikari.
- 18. apríl - Melissa Joan Hart, bandarísk leikkona.
- 20. apríl - Shay Given, írskur knattspyrnumaður.
- 25. apríl - Tim Duncan, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 9. maí - Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, íslensk leikkona.
- 16. maí - Birgir Leifur Hafþórsson, íslenskur kylfingur.
- 19. maí - Kevin Garnett, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 22. maí - Lee Hughes, breskur knattspyrnumaður.
- 2. júní - Tim Rice-Oxley, enskur tónlistarmaður (Keane).
- 8. júní - Lindsay Davenport, bandarísk tenniskona.
- 23. júní - Emmanuelle Vaugier, kanadísk leikkona.
- 1. júlí - Ruud van Nistelrooy, hollenskur knattspyrnumaður.
- 7. júlí - Þórlindur Kjartansson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 8. júlí - Ellen MacArthur, ensk siglingakona.
- 12. júlí - Inga Rannveig, íslenskur ljósmyndari.
- 19. júlí - Eric Prydz, sænskur plötusnúður.
- 2. ágúst - Sam Worthington, ástralskur leikari.
- 9. ágúst - Jessica Capshaw, bandarísk leikkona.
- 15. ágúst - Boudewijn Zenden, hollenskur knattspyrnumaður.
- 26. ágúst - Davíð Örn Halldórsson, íslenskur myndlistarmaður.
- 26. ágúst - Valur Gunnarsson, íslenskur rithöfundur.
- 26. ágúst - Zemfira, rússnesk söngkona.
- 27. ágúst - Sarah Chalke, kanadísk leikkona.
- 4. september - Mugison, íslenskur tónlistarmaður.
- 12. september - Lauren Stamile, bandarísk leikkona.
- 18. september - Sophina Brown, bandarísk leikkona.
- 22. september - Ronaldo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 27. september - Francesco Totti, ítalskur knattspyrnumaður.
- 28. september - Fedor Emelianenko, rússneskur bardagaíþróttamaður.
- 29. september - Andrij Sjevtsjenko, úkraínskur knattspyrnumaður.
- 3. október - Seann William Scott, bandarískur leikari.
- 4. október - Mauro Camoranesi, ítalskur knattspyrnumaður.
- 23. október - Ryan Reynolds, kanadískur leikari.
- 23. október - Cat Deeley, breskur plötusnúður.
- 1. nóvember - Chad Lindberg, bandarískur leikari.
- 2. nóvember - Thierry Omeyer, franskur handknattleiksmaður.
- 19. nóvember - Jack Dorsey, bandarískur vefhönnuður og stofnandi Twitter.
- 27. nóvember - Jaleel White, bandarískur leikari.
- 11. desember - Lárus Welding, íslenskur athafnamaður.
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- Keikó, háhyrningur (d. 2003)
- Dawn Martin, írsk söngkona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 3. janúar – Barbara Árnason, íslenskur myndlistarmaður (f. 1911).
- 8. janúar - Zhou Enlai, kínverskur leiðtogi.
- 12. janúar - Agatha Christie, breskur rithöfundur (f. 1890).
- 22. janúar – Hermann Jónasson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1896).
- 26. febrúar - Sverrir Kristjánsson, íslenskur sagnfræðingur og þýðandi (f. 1908).
- 17. mars - Luchino Visconti, ítalskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1906).
- 1. apríl - Max Ernst, þýskur myndlistarmaður (f. 1891).
- 11. maí - Alvar Aalto, finnskur arkitekt (f. 1898).
- 26. maí - Martin Heidegger, þýskur heimspekingur (f. 1889).
- 3. júní - Viggo Kampmann, danskur forsætisráðherra (f. 1910).
- 14. júní - Knútur Danaprins, yngri sonur Kristjáns 10. Danakonungs (f. 1900).
- 18. júní - Þórhallur Árnason, íslenskur sellóleikari (f. 1891).
- 2. ágúst - Fritz Lang, austurrískur kvikmyndaleikstjóri (f. 1890).
- 30. ágúst - Paul Lazarsfeld, bandarískur félagsfræðingur (f. 1901).
- 9. september - Mao Zedong, kínverskur leiðtogi (f. 1893).
- 6. október - Gilbert Ryle, breskur heimspekingur (f. 1900).
- 18. nóvember - Man Ray, bandarískur myndlistarmaður (f. 1890).
- 4. desember - Benjamin Britten, breskt tónskáld (f. 1913).
- Eðlisfræði – Burton Richter, Samuel Chao Chung Ting
- Efnafræði – William Nunn Lipscomb, Jr
- Læknisfræði – Baruch S. Blumberg, Daniel Carleton Gajdusek
- Bókmenntir – Saul Bellow
- Friðarverðlaun – Betty Williams, Mairead Corrigan
- Hagfræði – Milton Friedman
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist 1976.