1562
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1562 (MDLXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar Hólabiskups var prentuð á Breiðabólstað í Vesturhópi. Af henni er aðeins til eitt eintak, óheilt.
Fædd
Dáin
- Solveig Rafnsdóttir, síðasta abbadís í nunnuklaustrinu á Reynistað (f. um 1470).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 17. janúar - Saint-Germain-tilskipunin gefin út í Frakklandi. Þar voru húgenottar í fyrsta skipti formlega viðurkenndir.
- 1. mars - Frönsku trúarbragðastyrjaldirnar hófust.
- 27. maí - Húgenottar vanhelguðu gröf Jóhönnu af Valois og brenndu líkamsleifar hennar.
- 22. september - Maxímilían, sonur Ferdínands 1. keisara, varð konungur Bæheims og var seinna sama ár kjörinn konungur Þýskalands.
- 4. október - Jóhann hertogi, síðar Svíakonungur, gekk að eiga pólsku prinsessuna Katarínu Jagellonica.
- 26. október - Franskir kaþólikkar náðu Rouen á sitt vald undir stjórn Antoine de Bourbon, Navarrakonungs, sem sjálfur særðist til ólífis.
- Karl prins af Astúríu, krónprins Spánar datt niður stiga og meiddist illa á höfði. Læknum tókst að bjarga lífi hans en andleg heilsa hans versnaði til muna.
Fædd
- Apríl eða maí - Jan Pieterszoon Sweelinck, hollenskur organisti og tónskáld (d. 1621).
- 6. maí - Pietro Bernini, ítalskur myndhöggvari (d. 1629).
- 4. október - Christian Sørensen Longomontanus, danskur stjörnufræðingur (d. 1647).
- 25. nóvember - Lope de Vega, spænskt leikskáld (d. 1635).
- Isabella Andreini, ítölsk leikkona (d. 1604).
Dáin
- 23. júlí - Götz von Berlichingen, þýskur riddari, fyrirmynd aðalpersónunnar í samnefndu leikriti Göthes (f. um 1480).
- 17. nóvember - Antoine de Bourbon eða Anton Navarrakonungur, faðir Hinriks 4. Frakkakonungs (f. 1518).