12. september
Útlit
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
12. september er 255. dagur ársins (256. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 110 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1066 - Innrásarfloti Vilhjálms sigursæla hélt úr höfn í Normandí.
- 1185 - Andronikos 1. Komnenos keisari var pyntaður og tekinn af lífi.
- 1213 - Her Albígensakrossferðarinnar undir stjórn Simon de Montfort vann sigur á her Raymonds 6. af Toulouse og Péturs 2. konungs Aragóníu í orrustunni við Muret.
- 1213 - Jakob 1. varð konungur Aragóníu.
- 1297 - Dinis Portúgalskonungur og Ferdínand 4., konungur Kastilíu, undirrituðu samkomulag sem fastsetti landamæri Portúgals.
- 1445 - Kristófer af Bæjaralandi gekk að eiga Dórótheu af Brandenborg.
- 1484 - Giovanni Battista Cibo tók við embætti páfa sem Innósentíus 8.
- 1528 - Aðmírállinn Andrea Doria vann sigur á Frökkum, áður bandamönnum sínum, og tryggði sjálfstæði Genúa.
- 1609 - Henry Hudson kom að ósum Hudsonfljóts.
- 1654 - Cromwell skipaði svo fyrir að þeir þingmenn sem væru honum andsnúnir á Afgangsþinginu skyldu útilokaðir.
- 1683 - Orrustan um Vínarborg: Sameinuðum her Pólverja, Þjóðverja og Austurríkismanna tókst að aflétta umsátrinu.
- 1745 - Frans 1. var kjörinn keisari hins Heilaga rómverska ríkis með tilstyrk konu sinnar Maríu Teresu af Austurríki.
- 1905 - Ráðhús Kaupmannahafnar var formlega vígt.
- 1909 - Sjúkrasamlag Reykjavíkur var stofnað að frumkvæði Oddfellowreglunnar.
- 1910 - Íþróttasamband Reykjavíkur var stofnað.
- 1940 - Nokkur frönsk ungmenni uppgötvuðu 17.000 ára gömul hellamálverk í Lascaux-hellum.
- 1949 - Mesti mældur hiti á Íslandi í september varð 26 °C á Dalatanga við Mjóafjörð.
- 1962 - David Ben-Gurion, forsætisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til Íslands.
- 1965 - Orlofshúsin í Ölfusborgum voru tekin í notkun.
- 1970 - Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Kristnihald undir jökli, leikrit eftir Halldór Laxness. Aðalhlutverkið, Jón prímus, lék Gísli Halldórsson.
- 1974 - Haile Selassie Eþíópíukeisara var steypt af stóli af herforingjaráði sem síðan tók völdin.
- 1975 - Þörungaverksmiðjan á Reykhólum tók til starfa.
- 1977 - Steve Biko lést eftir höfuðáverka sem hann hlaut í gæsluvarðhaldi lögreglu í Suður-Afríku.
- 1977 - Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var stofnaður.
- 1980 - Herforingjastjórn rændi völdum í Tyrklandi.
- 1985 - Íslandsmet var sett í fallhlífarstökki er fallhlífarstökkvarar frá Akureyri stukku úr 21 þúsund feta hæð og voru í frjálsu falli í tvær mínútur áður en fallhlífarnar voru opnaðar.
- 1988 - Fellibylurinn Gilbert tók land á Jamaíka þar sem hann olli miklum skemmdum. 30 manns fórust.
- 1990 - Tveir plús fjórir-samkomulagið: Vestur- og Austur-Þýskaland auk Fjórveldanna undirrituðu samkomulag um sameiningu Þýskalands.
- 1992 - Kanada, Bandaríkin og Mexíkó tilkynntu að samkomulag hefði náðst um Fríverslunarsamning Norður-Ameríku.
- 1996 - Ricardo López sendi Björk Guðmundsdóttur pakka með sýrusprengju og framdi síðan sjálfsmorð. Scotland Yard komst yfir pakkann nokkrum dögum síðar.
- 1998 - Fimmenningarnir frá Miami voru handteknir fyrir njósnir.
- 2001 - Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu einróma að grípa til 5. greinar stofnsáttmálans, sem kveður á um að árás á eitt þeirra sé árás á þau öll, í kjölfar hryðjuverka í Bandaríkjunum.
- 2001 - Ástralska flugvélagið Ansett Australia fór í stöðvun.
- 2001 - Hrun varð á hlutabréfamörkuðum um allan heim vegna árásanna 11. september.
- 2005 - Hong Kong Disneyland Resort var opnað í Hong Kong.
- 2006 - Benedikt 16. páfi hélt ræðu í Regensburg þar sem hann vitnaði í Manúel 2. Paleólógos. Tilvitnunin vakti hörð viðbrögð múslima.
- 2008 - Slavonic Channel International hóf útsendingar.
- 2011 - Um hundrað manns létust þegar olíuleiðsla sprakk í Naíróbí.
- 2012 - Jarðneskar leifar Ríkharðs 3. fundust í Leicester á Englandi.
- 2017 - Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn eftir að upp komst að faðir Bjarna Benediktssonar hefði verið einn þeirra sem mæltu með því að kynferðisbrotamaður hlyti uppreist æru, en dómsmálaráðherra aðeins upplýst forsætisráðherra sjálfan um það.
- 2018 - Fellibylurinn Flórens gekk á land og olli miklu tjóni í Norður- og Suður-Karólínu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1494 - Frans 1. Frakkakonungur (d. 1547).
- 1712 - Gísli Magnússon, Hólabiskup (d. 1779).
- 1852 - Herbert Henry Asquith, forsætisráðherra Bretlands (d. 1928).
- 1895 - Freymóður Jóhannsson, íslenskt tónskáld og textahöfundur (d. 1973).
- 1896 - Jóhann Jónsson, íslenskur rithöfundur og skáld (d. 1932).
- 1897 - Irene Joliot-Curie, franskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1956).
- 1902 - Juscelino Kubitschek, forseti Brasilíu (d. 1976).
- 1913 - Jesse Owens, bandarískur íþróttamaður (d. 1980).
- 1921 - Stanisław Lem, pólskur rithöfundur (d. 2006).
- 1923 - Kolbrún Jónsdóttir, íslenskur myndhöggvari (d. 1971).
- 1932 - Kim Hamilton, bandarisk leikkona (d. 2013).
- 1934 - Jaegwon Kim, bandarískur heimspekingur.
- 1939 - Nobuyuki Oishi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1944 - Barry White, bandarískur söngvari (d. 2003).
- 1944 - Yoshio Kikugawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1951 - Lalli Johns, íslenskur smáglæpamaður.
- 1957 - Hans Zimmer, þýskt kvikmyndatónskáld.
- 1959 - Hisashi Kaneko, japanskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Louis C.K., bandarískur leikari.
- 1973 - Paul Walker, bandarískur leikari (d. 2013).
- 1975 - Þórunn Erna Clausen, íslensk leikkona.
- 1976 - Lauren Stamile, bandarísk leikkona.
- 1985 - Hiroki Mizumoto, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Emmy Rossum, bandarísk leikkona.
- 1986 - Yuto Nagatomo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1994 - RM, suður-kóreskur rappari, meðlimur í K-pop hópnum BTS.
- 1996 - Colin Ford, bandarískur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1213 - Pétur 2. konungur Aragóníu féll í orrustu (f. 1174)
- 1263 - Mindaugas, konungur Litháen.
- 1348 - Jóhanna halta, Frakklandsdrottning (f. 1293).
- 1362 - Innósentíus 6. páfi.
- 1369 - Blanka af Lancaster, eiginkona John af Gaunt og móðir Hinriks 4. (f. 1345).
- 1612 - Vasilíj Sjúiskíj, Rússakeisari (f. 1552).
- 1642 - Cinq-Mars markgreifi og hirðmaður Loðvíks 13.
- 1683 - Afonso 4. konungur Portúgals (f. 1643).
- 1733 - François Couperin, franskt tónskáld (f. 1668).
- 1764 - Jean-Philippe Rameau, franskt tónskáld (f. 1683).
- 1819 - Blücher herforingi í her Prússa (f. 1742).
- 1860 - William Walker, bandarískur ævintýramaður (f. 1824).
- 1947 - Thor Jensen, dansk-íslenskur athafnamaður (f. 1863).
- 1948 - Héðinn Valdimarsson, íslenskur verkalýðsforingi (f. 1892).
- 1981 - Eugenio Montale, ítalskt skáld (f. 1896).
- 2003 - Johnny Cash, bandarískur kántrítónlistarmaður (f. 1932).
- 2004 - Max Abramovitz, bandarískur arkitekt (f. 1908).
- 2005 - Bessi Bjarnason, íslenskur leikari (f. 1930).
- 2006 - Magnús Kjartansson, íslenskur myndlistarmaður (f. 1949).
- 2009 - Norman Borlaug, bandarískur verkfræðingur (f. 1914).
- 2010 - Claude Chabrol, franskur leikstjóri (f. 1930).