10. febrúar
Útlit
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
10. febrúar er 41. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 324 dagar (325 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 684 - K'inich Kan B'alam 2. tók við völdum í Palenque.
- 1258 - Orrustan um Bagdad: Mongólar Húlagú Kan lögðu Bagdad í rúst.
- 1306 - Róbert Bruce drap helsta andstæðing sinn, John Comyn, fyrir framan háaltarið í Grámunkakirkjunni í Dumfries í Skotlandi.
- 1477 - María af Búrgund erfði hertogadæmi föður síns, Karls djarfa.
- 1567 - Henry Stuart, lávarður af Darnley, eiginmaður Maríu Stúart Skotadrottningar, var myrtur í Edinborg.
- 1716 - James Edward Stuart flúði frá Skotlandi til Frakklands ásamt nokkrum fylgismönnum sínum.
- 1763 - Sjö ára stríðið: Friðarsamningar milli Frakka, Spánverja, Breta og Portúgala voru undirritaðir í París.
- 1824 - Simón Bolívar varð einræðisherra í Perú.
- 1863 - Alanson Crane fékk einkaleyfi á slökkvitæki.
- 1920 - Alþingi kom saman til aukaþinghalds. Stjórnarskrárfrumvarpið frá árinu áður samþykkt óbreytt.
- 1931 - Nýja Delí varð höfuðborg Indlands.
- 1938 - Karol 2. Rúmeníukonungur tók sér alræðisvald.
- 1943 - Orlofslög voru samþykkt á Alþingi sem tryggðu einn frídag fyrir hvern unninn mánuð.
- 1944 - Þrjár þýskar flugvélar gerðu árás á 10 þúsund lesta olíuskip, El Grillo, á Seyðisfirði og sökktu því með sprengjum.
- 1954 - Dwight Eisenhower, forseti Bandaríkjanna, varaði við því að Bandaríkjamenn hefðu afskipti af Víetnam.
- 1962 - Elliðaslysið: Tveir fórust þegar togarinn Elliði frá Siglufirði sökk út af Snæfellsnesi. Togarinn Júpíter bjargaði öðrum úr áhöfninni, 26 manns.
- 1970 - 39 ferðamenn fórust í snjóflóði sem féll nærri Val d'Isère í Frakklandi.
- 1975 - Evrópuráðið gaf út Jafnlaunatilskipunina.
- 1975 - Isabel Perón gaf hernum leyfi til að nota öll meðul til að brjóta á bak aftur andstöðu í Tucumán í Argentínu.
- 1986 - Stórréttarhöldin gegn mafíunni hófust í Palermó á Sikiley.
- 1992 - Mike Tyson var ákærður fyrir að hafa nauðgað Desiree Washington.
- 1993 - Mani pulite: Claudio Martelli sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í kjölfar hneykslismála.
- 1996 - IBM-ofurtölvan Deep Blue sigraði Garrí Kasparov í fyrsta sinn.
- 1997 - Sandline-málið komst í hámæli þegar ástralskir fjölmiðlar greindu frá því að ríkisstjórn Papúu Nýju-Gíneu hefði ráðið málaliða til að kveða niður uppreisn á Bougainville-eyju.
- 2005 - Karl Bretaprins tilkynnti trúlofun sína og Camillu Parker Bowles.
- 2005 - Norður-Kórea tilkynnti að landið byggi yfir kjarnavopnum.
- 2006 - Vetrarólympíuleikarnir 2006 hófust í Tórínó á Ítalíu.
- 2008 - Fyrsta Þjóðargersemi Suður-Kóreu, borgarhliðið Namdaemun í Seúl, brann.
- 2009 - Miðjuflokkur Tzipi Livni vann sigur í þingkosningum í Ísrael.
- 2015 - Malasíski stjórnarandstæðingurinn Anwar Ibrahim var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir saurlífi.
- 2020 - Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist í bandarísku kvikmyndinni Joker.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1791 - Francesco Hayez, ítalskur listmálari (d. 1882).
- 1864 - Kristín Vídalín Jacobson, íslensk myndlistarkona (d. 1943).
- 1888 - Giuseppe Ungaretti, ítalskt skáld (d. 1970).
- 1893 - Bill Tilden, bandarískur tennisleikari (d. 1953).
- 1894 - Harold Macmillan, forsætisráðherra Bretlands (d. 1986).
- 1898 - Bertolt Brecht, þýskt leikskáld (d. 1956).
- 1901 - Stella Adler, bandarísk leikkona (d. 1992).
- 1903 - Matthias Sindelar, austurriskur knattspyrnuleikari (f. 1939).
- 1910 - Dominique Pire, belgískur prestur (d. 1969).
- 1914 - Larry Adler, bandarískur tónlistarmaður (d. 2001).
- 1930 - Robert Wagner, bandarískur leikari.
- 1948 - Sigurbergur Sigsteinsson, íslenskur íþróttamaður og -þjálfari (d. 2020).
- 1950 - Mark Spitz, bandarískur sundmaður.
- 1955 - Ólafur Ísleifsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1962 - Cliff Burton, bandarískur tónlistarmaður (d. 1986).
- 1964 - Glenn Beck, bandariskur íhaldsmaður.
- 1970 - Åsne Seierstad, norsk blaðakona.
- 1985 - Anette Sagen, norsk skíðastökkskona.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1134 - Róbert stuttsokkur, hertogi af Normandí.
- 1162 - Baldvin 3., konungur Jerúsalem (f. 1130).
- 1631 - Gísli Hákonarson, lögmaður í Bræðratungu (f. 1583).
- 1755 - Montesquieu, franskur heimspekingur (f. 1689).
- 1813 - Pierre Ozanne, franskur myndlistarmaður (f. 1737).
- 1837 - Alexandr Púshkín, rússneskt skáld (f. 1799).
- 1879 - Honoré Daumier, franskur myndlistarmaður (f. 1808).
- 1918 - Ernesto Teodoro Moneta, ítalskur blaðamaður (f. 1833).
- 1923 - Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1845).
- 1939 - Píus 11. páfi (f. 1857).
- 1957 - Laura Ingalls Wilder, bandarískur rithöfundur (f. 1867).
- 2000 - Jim Varney, bandarískur leikari (f. 1949).
- 2005 - Arthur Miller, bandarískt leikskáld (f. 1915).
- 2008 - Roy Scheider, bandarískur leikari (f. 1932).
- 2014 - Shirley Temple, bandarísk leikkona (f. 1928).
- 2017 - Högna Sigurðardóttir, íslenskur arkitekt (f. 1929).