iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/10._árþúsundið_f.Kr.
10. árþúsundið f.Kr. - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

10. árþúsundið f.Kr.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

10. árþúsundið f.Kr. var tímabil sem hófst árið 10.000 f.Kr. og lauk árið 9001 f.Kr. samkvæmt gregoríska tímatalinu. Það markar upphaf Hólósentímabilsins sem er almennt talið hefjast um 9700 f.o.t. og stendur enn yfir.

Hugsanlega hófst landbúnaður á þessari öld meðal samfélaga með fasta búsetu í Frjósama hálfmánanum en skipuleg ræktun varð ekki útbreidd fyrr en 2000 árum síðar. Frá þessum tíma eru ummerki um söfnun korns af villtum grösum meðal íbúa Anatólíu og smölun sauðfjár í norðurhluta Íraks. Elstu hellamálverk í Sahara hafa verið rakin til þessarar aldar.

Breski fornleifafræðingurinn Kathleen Kenyon taldi þessa öld í Austurlöndum nær til tímabilsins Nýsteinöld fyrir leirkeragerð A, það er frá því um 10.000 f.o.t. til um 8.800 f.o.t. þegar Nýsteinöld fyrir leirkeragerð B hefst, byggt á rannsóknum sínum í Tell es-Sultan þar sem engin leirkerabrot fundust.