iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/Útilegumaður
Útilegumaður - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Útilegumaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útilegumaður nefndist sá maður, sem bjó í óbyggðum til fjalla. Frægasti útilegumaður Íslands er Fjalla-Eyvindur. Útilegumenn voru taldir sauðaþjófar. Margar þjóðsögur eru til um útilegumenn og var þeim kennt um ef fé heimtist illa af fjalli. Útilegumenn voru oft útlagar sem höfðu gerst brotlegir við lög og lögðust út á heiðar til að flýja yfirvöld.

Sumir trúðu á einhvers konar samfélög útilegumanna og má nefna að Jón lærði Guðmundsson skrifaði bókina Um hulin pláz og yfirskyggða dali á Íslandi.

Sagnir um útilegumenn urðu yrkisefni margra skálda og listamanna. Útilegumennirnir (Skugga-Sveinn) eftir Matthías Jochumsson var fyrst sett á svið í Reykjavík árið 1862 og varð mjög vinsælt. Jóhann Sigurjónsson skrifaði vinsælt leikrit um Fjalla-Eyvind og Höllu.

Jón „Franz“ Jónsson (f. um 1776) frá Arnarstapa á Snæfellsnesi rak síðan endapunktin á sögu útilegumanna á Íslandi og er jafnan talinn síðasti útilegumaðurinn. Gerðist hann sekur um þjófnað en slapp úr fangelsi þar sem hann var geymdur nálægt Ólafsvík og hélt austur og dvaldist í littlum helli nálægt Reykjavatni norðan Langjökuls, en ólíkt Fjalla-Eyvindi náðist hann og þurfti að dúsa 20 ár á Brimarhólmi, kom eftir það heim og lifði nokkur ár á Snæfellsnesi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.