iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.
iBet uBet web content aggregator. Adding the entire web to your favor.



Link to original content: http://is.wikipedia.org/wiki/Ísöld
Ísöld - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Ísöld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hápunktur síðasta jökulskeiðs sýndur með dökkum lit.

Ísöld er jarðsögulegt tímabil þar sem þykkar jökulbreiður hylja stór landsvæði. Slík tímabil geta staðið í nokkrar milljónir ára og valdið miklum breytingum á yfirborði meginlanda.

Allnokkrar ísaldir hafa sett svip á sögu jarðarinnar. Sú elsta er kennd við svokallaðan forkambrískan tíma fyrir meira en 570 milljónum ára. Síðasta tímabil mikilla jökulframrása er kallað pleistósentímabilið og er almennt talið hafa hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir 10 þúsund árum.[1] Sumir telja að síðustu ísöld sé ekki lokið enn heldur sé nú hlýskeið ísaldar[1][2] (líkt og tiltölulega hlýr vetrardagur[3]).

Minna kuldakast og tímabil sem einkenndist af framrás jökla hefur verið nefnt litla ísöld, en hún hófst á 16. öld og var viðvarandi næstu þrjár aldir. Litla ísöld náði hámarki árið 1750 en þá voru jöklar í mestu framrás síðan á síðustu ísöld.

Ekki er vitað með vissu hvað veldur ísöldum[1], en meðal þess sem getur haft áhrif eru geislun sólar, Milankovic-sveifla sem er reglubundin breyting á afstöðu sólar og jarðar, breytingar á kerfi hafsstrauma og mikil tíðni eldgosa.[4][5]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Sigurður Steinþórsson (8.8.2000). „Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?“. Vísindavefurinn.
  2. Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir (22.2.2008). „Hvenær kemur aftur ísöld?“. Vísindavefurinn.
  3. Sigurður Steinþórsson (7.1.2009). „Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?“. Vísindavefurinn.
  4. Sævar Helgi Bragason (11.5.2005). „Hvernig hófst og endaði ísöldin?“. Vísindavefurinn.
  5. Jón Gunnar Þorsteinsson (9.5.2006). „Af hverju kom ísöld?“. Vísindavefurinn.