Whakaari/White Island
White Island eða Whakaari er eldfjallaeyja úr andesíti 48 km frá austurströnd Norðureyjar. Eyjan er eldkeila og virkasta eldfjall Nýja-Sjálands og hafa gastegundir streymt úr gígnum síðan James Cook sá eyjuna árið 1769. Hæð hennar er 321 metri en frá sjávarbotni er hún 1600 metrar. Hún er í einkaeigu.
Eldgos 1981-1983 eyddu skógi sem var á eyjunni. Í desember 2019 var 47 manna hópur í skoðunarferð um eyjuna þegar eldgos hófst. 21 lést og 25 brenndust illa. [1]
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Whakaari / White Island“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. des 2019.
Tilvísanir
breyta- ↑ New Zealand volcano: 'No sign of life' after White Island eruption BBC, skoðað 9. desember, 2019