Seward
Seward (alutiiq: Qutalleq) er þéttbýlisstaður á suður-Kenai-skaga í Alaska. Íbúar voru um 2.800 árið 2017. Seward er nefndur eftir fyrrum utanríkisráðherra BNA; William H. Seward. Bærinn er endastöð í suðri fyrir Alaska-lestarkerfið.
Árið 1793 stofnaði rússneski landkönnuðurinn Alexander Baranov þar verslunarstöð og var borgin mikilvæg í viðbúnaði Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöld.
Ferðamennska og fiskveiðar eru mikilvægustu atvinnugreinarnar. Alaska Sealife Center sædýrasafnið er eitt af helstu aðdráttaröflum Seward.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Seward.
Fyrirmynd greinarinnar var „Seward, Alaska“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. feb. 2019.